![Mennta- og barnamálaráðuneyti](https://alfredprod.imgix.net/logo/0e370cfc-a597-4d50-9bc1-1bdbd072a16c.png?w=256&q=75&auto=format)
![Mennta- og barnamálaráðuneyti](https://alfredprod.imgix.net/adcover/is-db745afd-2d69-4c1c-b522-783a776c5865.jpeg?w=1200&q=75&auto=format)
Sérfræðingur á sviði fjármála
Mennta- og barnamálaráðuneyti leitar eftir sérfræðingi í fullt starf á skrifstofu greiningar og fjármála.
Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf fyrir lausnamiðaðan, jákvæðan og skipulagðan einstakling með góða greiningarhæfni og frumkvæði. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt sem og í hópi og vera tilbúinn til að takast á við kerfjandi verkefni við fjölbreyttar aðstæður.
-
Aðkoma að gerð fjármálaáætlunar og fjárlaga, sem og eftirfylgni með framkvæmd fjárlaga.
-
Tilfallandi verkefni tengd fjárreiðum þeirra málefnasviða og málaflokka sem falla undir ráðuneytið.
-
Öflun upplýsinga og vinna við svörun fyrirspurna frá Alþingi, Ríkisendurskoðun, fjölmiðlum o.fl.
-
Eftirfylgni með framkvæmd laga um opinber fjármál (LOF).
-
Samskipti við Fjársýslu ríkisins, fjármálaráðuneytið og önnur fagráðuneyti.
-
Samskipti við ríkisaðila sem undir ráðuneytið heyra og aðila sem það er í samningssambandi við.
-
Háskólapróf í viðskiptafræði, hagfræði, verkfræði eða sambærilegum greinum, framhaldsmenntun er kostur.
-
Mjög góð færni í vinnu með tölur og úrvinnslu gagna, þ.m.t. í Excel er áskilin.
-
Kunnátta í meðferð gagna, s.s. í vöruhúsum og með framsetningu í PowerBI.
-
Þekking á Orra fjárhagsbókhaldi ríkisins.
-
Þekking og reynsla á starfsemi og rekstri opinberra stofnana.
-
Þekking á lögum um opinber fjármál.
-
Hæfni til að miðla upplýsingum á skýran og greinargóðan hátt.
-
Geta til að veita ráðgjöf/leiðsögn til stofnana og samstarfsaðila á uppbyggilegan hátt.
-
Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.
![Íslenska](https://alfredflags.imgix.net/is.png?w=60&h=60)
![Enska](https://alfredflags.imgix.net/en.png?w=60&h=60)