![Nýsköpunarsjóðurinn Kría](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-3d3868e9-59af-43fb-a4ec-40c48fe26dfd.jpeg?w=256&q=75&auto=format)
Nýsköpunarsjóðurinn Kría
Nýsköpunarsjóðurinn Kría er sjálfstæður sjóður í eigu ríkisins sem varð til við samruna Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Kríu, sprota- og nýsköpunarsjóðs. Hlutverk sjóðsins er að auka framboð fjármagns og fjármögnunarkosta fyrir sprota- og nýsköpunarfyrirtæki og auka viðnámsþrótt fjármögnunarumhverfisins.
Fjárfestingastjóri
Nýsköpunarsjóðurinn Kría leitar að metnaðarfullum og öflugum fjárfestingastjóra til að stýra og taka þátt í fjárfestingaverkefnum sjóðsins. Fjárfestingastjóri mun starfa náið með forstjóra og stjórn sjóðsins við að greina, meta og velja efnileg verkefni til fjárfestinga.
Um er að ræða spennandi og krefjandi starf og gefst réttum aðila tækifæri til að hafa raunveruleg áhrif á nýsköpunarumhverfið á Íslandi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Fjárfestingar í sprotafyrirtækjum og sjóðum.
- Greining fjárfestingatækifæra.
- Framkvæmd fjárfestinga.
- Umsjón eignasafns, greiningar og tölfræði.
- Eftirfylgni með félögum í eignasafni t.d. með stjórnarsetu.
- Sala úr eignasafni, undirbúningur og framkvæmd.
- Kynningar fyrir stjórn, fjárfestingaráði og hagaðila.
- Samskipti við hagaðila og þátttaka í viðburðum í nýsköpunarumhverfinu.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf sem nýtist í starfi.
- Reynsla af fjárfestingum og greiningarvinnu.
- Innsýn í rekstur fyrirtækja er kostur.
- Þekking og skilningur á nýsköpunarumhverfi og frumkvöðlastarfi er kostur.
- Framúrskarandi samskiptahæfni, sjálfstæði og hæfni til að vinna í teymi.
- Góð greiningarhæfni, öguð og nákvæm vinnubrögð.
- Góð kunnátta í íslensku og ensku í ræðu og riti og hæfni til framsetningu upplýsinga á aðgengilegan hátt.
Auglýsing birt10. febrúar 2025
Umsóknarfrestur24. febrúar 2025
Tungumálahæfni
![Íslenska](https://alfredflags.imgix.net/is.png?w=60&h=60)
Nauðsyn
![Enska](https://alfredflags.imgix.net/en.png?w=60&h=60)
Nauðsyn
Staðsetning
Kringlan 7, 103 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar