
Sérfræðingur á fjármálasviði
Sérfræðingur óskast í fullt starf á fjármálasviði Vaka fiskeldiskerfa ehf. Um er að ræða spennandi starf í alþjóðlegu umhverfi sem felur í sér umsjón með útgáfu sölureikninga, samskipti við viðskiptavini og starfsmenn framleiðslu- og flutningsdeildar félagsins. Að auki tekur starfsmaður þátt í mánaðaruppgjörum félagsins og ýmsum tengdum hlutverkum innan fjármálasviðs.
Við leitum af jákvæðum, skipulögðum og lausnamiðuðum einstaklingi sem á auðvelt með samskipti bæði á Ensku og Íslensku.
Þetta er frábært tækifæri til að starfa í alþjóðlegu umhverfi. Starfið er í Kópavogi en með tengingar við systurfélög félagsins víðsvegar um heim.
- Umsjón með útgáfu sölureikninga og samskiptum við viðskiptavini
- Samræmingaraðili milli sölu-, framleiðslu- og fjármáladeilda varðandi sölumál
- Þátttaka í mánaðaruppgjörum; afstemmingar, greiningar og skýrslugerð
- Samskipti við endurskoðendur
- Gjaldkeri félagsins
- Styður við innkaup félagsins í afleysingum
- Önnur tilfallandi verkefni og stuðningur við fjármálastjóra
- Viðskiptafræðimenntun eða sambærileg menntun
- 5 ára starfsreynsla
- Góð tölvukunnátta, þ.m.t. Excel og Word
- Geta til að tileinka sér tækninýjungar
- Reynsla af notkun SAP er kostur
- Mjög góð samsktipa- og samstarfshæfni
- Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Íþróttastyrkur
- Öflugt starfsmannafélag
- Heimanettenging og símreikningar greiddir af fyrirtækinu
- Símkaupastyrkur
- Mötuneyti
- Jafnlaunavottaður vinnustaður
Vaki fiskeldiskerfi ehf. var stofnað árið 1986 og hefur frá fyrstu tíð verið leiðandi fyrirtæki í hönnun og þróun hátæknibúnaðar fyrir fiskeldi út um allan heim. Árið 2019 keypti MSD allt hlutafé í Vaka og er það í dag hluti af MSD samstæðunni, nánar tiltekið MSD Animal Health. MSD er alþjóðlegt lyfjafyrirtæki, skráð á Bandaríska hlutabréfamarkaðnum undir heitinu Merck & Co., Inc. (MRK). MSD Animal Health hlutinn starfar að velferð dýra með þróun lyfja og tækni fyrir iðnað sem og gæludýr.
Í starfstöð Vaka í Kópavogi starfa um 25 manns og sinna vöruþróun, framleiðslu og þjónustu en um 70 þúsund starfsmenn starfa hjá MSD samstæðunni víðsvegar um heiminn.













