Landhelgisgæsla Íslands
Landhelgisgæsla Íslands

Sérfræðingar tækni- og kerfismála á varnarmálasviði Landhelgisgæslu Íslands

Hefur þú góða þekkingu og reynslu af tækni- og kerfismálum og langar að prófa nýjar áskoranir?

Landhelgisgæsla Íslands leitar að áhugasömum og traustum liðsfélögum í samhentan hóp sérfræðinga á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli sem bera ábyrgð á sérhæfðum tækni- og kerfismálum, þar með talið rekstri, viðhaldi, uppsetningu og þróun á tækni- og kerfisbúnaði Atlantshafsbandalagsins hér á landi.

Búnaðurinn og kerfin samanstanda m.a. af stjórnstöðvar-, ratsjár-, fjarskipta-, samskipta- og kerfisbúnaði sem staðsettur er í stjórnstöð Atlantshafsbandalagsins á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og á ratsjár- og fjarskiptastöðvum Atlantshafsbandalagsins á Miðnesheiði, Bolafjalli, Gunnólfsvíkurfjalli og Stokksnesi. Starfið krefst m.a. skipulagðra og tilfallandi ferða út á stöðvarnar á öllum tímum ársins.

Varnarmálasvið Landhelgisgæslunnar annast framkvæmd rekstrartengdra varnarverkefna. Unnið er samkvæmt kröfum, stöðlum, reglum og leiðbeiningum Atlantshafsbandalagsins og fær viðkomandi viðeigandi þjálfun í þeim verkefnum, hér á landi og eftir því sem við á erlendis, hjá stofnunum Atlantshafsbandalagsins og aðildaþjóðunum. Um er að ræða dagvinnu ásamt bakvöktum og/eða tilfallandi vinnuskyldu utan dagvinnutíma.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Rekstur, viðhald og bilanagreining
  • Uppsetning á hátæknibúnaði og kerfum Atlantshafsbandalagsins
  • Sérhæfður tækni- og kerfisrekstur
  • Kerfisþróun og tengd verkefni
  • Uppfærsla handbóka, leiðbeininga og teikninga
  • Skýrslugerð, áætlanir og eftirlit
  • Viðhald varahluta, verkfæra og mælitækja
  • Þátttaka í þjálfunarverkefnum
  • Þátttaka í tækni- og kerfissamstarfi Atlantshafsbandalagsins
  • Þjálfun starfsmanna og stuðningur við erlendan liðsafla

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Iðnmenntun sem nýtist í starfi, s.s. rafeindavirkjun eða kerfis- og tæknimenntun á háskólastigi
  • Þekking og/eða reynsla af viðhaldi véla og tækja er kostur
  • Handlagni og reynsla af viðhaldi, viðgerðum og uppsetningu á rafeindabúnaði
  • Þekking á kerfis- og hugbúnaði ásamt virkni netkerfa er kostur
  • Fagmennska, samskiptahæfni og öguð vinnubrögð
  • Frumkvæði og geta til að vinna undir álagi
  • Reglusemi, nákvæmni, snyrtimennska og stundvísi
  • Ökuréttindi
  • Góð enskukunnátta
  • Vegna eðlis starfs og starfseminnar er búseta á Suðurnesjum kostur

Umsækjendur þurfa að standast kröfur Landhelgisgæslunnar um líkamlegt og andlegt atgervi. Einnig skal starfsfólk uppfylla skilyrði fyrir öryggisheimild samanber varnarmálalög nr. 34/2008 og reglugerð nr. 959/2012.

Auglýsing birt8. september 2025
Umsóknarfrestur22. september 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Skógarhlíð 14, 105 Reykjavík
Keflavíkurflugvöllur, 235 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.HandlagniPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.NákvæmniPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.RafeindavirkjunPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.TölvuviðgerðirPathCreated with Sketch.Vinna undir álagi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar