Ráðgjafar- og greiningarstöð
Ráðgjafar- og greiningarstöð er miðlæg þjónustu- og þekkingarmiðstöð sem starfar á þverfaglegum grunni og sinnir börnum að 18 ára aldri hvar sem þau búa á landinu. Hlutverk hennar er m.a. að annast greiningu og ráðgjöf vegna barna með víðtækar þroskaraskerðingar, sinna fræðilegum rannsóknum á þessu sviði og veita börnum með venjuflóknar eða sjaldgæfar fatlanir langtímaeftirfylgd. Öflun og miðlun þekkingar og þroskaskerðingar og fræðsla um helstu íhlutunarleiðir er enn fremur meðal hlutverka stofnunarinnar.
Sálfræðingur til afleysinga
Ráðgjafar- og greiningarstöð auglýsir laust til umsóknar starf sálfræðings á Eldri barna sviði. Á sviðinu er veitt þjónusta við börn á grunn- og framhaldsskólaaldri og fjölskyldur þeirra. Leitað er að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á að starfa að fjölbreyttum verkefnum tengdum þroskaframvindu barna með þverfaglegu teymi starfsfólks stofnunarinnar. Um er að ræða afleysingastarf til 12 mánaða með möguleika á framlengingu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Greining, ráðgjöf og eftirfylgd til fjölskyldna og fagfólks vegna barna með alvarlegar raskanir í taugaþroska
- Vinna í þverfaglegum teymum innan og utan stofnunar, m.a. varðandi greiningu, ráðgjöf og eftirfylgd
- Þátttaka í fræðslu- og rannsóknarstarfi innan og utan stofnunar
Menntunar- og hæfniskröfur
- Íslenskt starfsleyfi sem sálfræðingur
- Þekking og reynsla af notkun helstu tækja vegna þroskahömlunar og/eða einhverfu
- Þekking og reynsla af vinnu með börnum og unglingum
- Þekking og reynsla af ráðgjöf og fræðslu til foreldra og/eða fagfólks
- Mjög góð samskipta- og samstarfshæfni og færni til að starfa í teymi
- Góð færni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku
- Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Auglýsing birt11. desember 2024
Umsóknarfrestur6. janúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Dalshraun 1, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar