Líf og sál sálfræði- og ráðgjafastofa ehf
Líf og sál hefur verið starfrækt í rúm tuttugu ár og býr því yfir mikilli reynslu á vettvangi meðferðar sem og vinnusálfræði. Helstu verkefni okkar snúa að sálfélagslega hluta vinnuumhverfisins, s.s. líðan starfsfólks, samskiptum, starfsanda, vinnustaðamenningu, stjórnun og áhrifum breytinga. Við höfum það að leiðarljósi að miðla metnaði okkar, þekkingu og reynslu í öll þau verkefni sem okkur eru falin.
Klínískur sálfræðingur
Líf & Sál sálfræði- og ráðgjafastofa, óskar eftir að ráða klínískan sálfræðing til starfa í okkar öfluga teymi starfsfólks. Líf og sál hefur verið starfandi í tuttugu og fimm ár og býr yfir mikilli reynslu á vettvangi vinnusálfræði og meðferðar. Markmið Lífs og sálar er að vera brautryðjandi og fremst í flokki við að stuðla að heilbrigðri vinnustaðamenningu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Meðferðarvinna fullorðinna
- Handleiðsla og ráðgjöf til mannauðsfólks og stjórnenda
- Úttektir á kvörtunum vegna sálfélagslegra áhættuþátta á vinnustöðum
- Vinnustaðagreiningar og áhættumat
- Fræðsla í formi fyrirlestra og námskeiða
- Önnur tilfallandi verkefni á sviði meðferðar og vinnusálfæði
Menntunar- og hæfniskröfur
- Löggilding til starfa sem sálfræðingur á Íslandi
- Sjálfstæði í vinnubrögðum
- Klínísk reynsla æskileg
- Reynsla á sviði vinnusálfræði æskileg
Auglýsing birt5. desember 2024
Umsóknarfrestur15. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Enska
MeðalhæfniNauðsyn
Staðsetning
Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar