Háskóli Íslands
Háskóli Íslands er einn stærsti vinnustaður landsins. Auk tæplega þrettán þúsund nemenda starfa þar rúmlega sextán hundruð fastráðnir starfsmenn og yfir tvö þúsund stundakennarar og lausráðnir starfsmenn.Megin hlutverk Háskólans er að vera vísindaleg rannsókna- og fræðslustofnun. Til þess að svo megi vera þarf fjölmarga ólíka starfsmenn.
Háskóli Íslands er lifandi samfélag þar sem saman koma einstaklingar með ólíkan bakgrunn en allir vinna þó að sama marki að gera Háskóla Íslands að enn öflugri menntastofnun en hún er í dag.
Markmið Háskóla Íslands er að vera í fremstu röð háskóla og að nota alþjóðlega viðurkennda mælikvarða við allt gæðamat á starfi skólans. Gerðar eru kröfur til kennara, stjórnenda og annars starfsfólks til að ná þessu markmiði.
Í könnunum sem gerðar hafa verið um starfsumhverfi Háskóla Íslands kemur í ljós að starfsánægja er mikil, starfsandi góður og starfsfólk telur sig vera í góðri aðstöðu til að þróast í starfi.
Ritstjóri kennsluskrár
Laust er til umsóknar fullt starf ritstjóra kennsluskrár Háskóla Íslands. Útgáfa kennsluskrár heyrir undir kennslusvið Háskóla Íslands. Ritstjóri er starfsmaður kennslusviðs og stýrir reglulegri vinnu við kennsluskrá Háskóla Íslands, sem gefin er árlega út á vef Háskóla Íslands, í samráði við ritnefnd. Í því felst m.a. að skipuleggja innihald kennsluskrár og framsetningu efnis, leiðbeina starfsfólki sem kemur að gerð kennsluskrár og virkja fólk til samvinnu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ritstjóri ber faglega ábyrgð á gæðum kennsluskrár og tryggir að vandað sé til verka við gerð og útgáfu kennsluskrár.
- Ritstjóri vinnur að þróun kennsluskrár og innleiðingu breytinga og nýjunga í samráði við ritnefnd og stjórnendur fræðasviða.
- Ritstjóri hefur umsjón með samþykktarferli nýrra námsleiða og veitir fræðasviðum og deildum ýmsar leiðbeiningar og aðstoð í því sambandi.
- Ritstjóri veitir fræðasviðum og deildum aðstoð og ráðgjöf i tengslum við breytingar á reglum Háskóla Íslands er varða nám og kennslu.
- Ritstjóri hefur umsjón með upplýsingasíðum kennslusviðs sem varða nám og próf, á innri og ytri vef.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Meistarapróf sem nýtist í starfi, viðbótarmenntun er kostur.
- Haldbær þekking á skipulagi menntunar á háskólastigi er kostur.
- Reynsla af framsetningu efnis á vefmiðlum.
- Reynsla af verkefnastjórnun.
- Gott vald á upplýsingatækni og hæfni til að tileinka sér nýjungar á því sviði.
- Frumkvæði, sjálfstæði, skipulagshæfni og nákvæmni í starfi.
- Hæfni í mannlegum samskiptum.
- Góð íslenskukunnátta, bæði í ræðu og riti.
- Góð enskukunnátta, reynsla af þýðingum úr og á ensku er kostur.
Auglýsing birt15. nóvember 2024
Umsóknarfrestur25. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
MeðalhæfniNauðsyn
Enska
MeðalhæfniNauðsyn
Staðsetning
Sæmundargata 2, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (10)
Svæðistjóri Suðurlands
HS Veitur hf
Senior Producer
CCP Games
Vaktstjóri flugvallarþjónustu Reykjavíkurflugvallar
Isavia Innanlandsflugvellir
Verslunarstjóri, Lindex Egilsstaðir
Lindex
Framkvæmdastjóri Austurbrúar
Austurbrú
Deildarstjóri yngsta stigs – Setbergsskóli
Hafnarfjarðarbær
Umsjónarmaður orlofsbyggðarinnar í Svignaskarði
Orlofsbúðir Svignaskarði
Leiðtogi umhverfismála og rannsóknastofu
Rio Tinto á Íslandi
Sviðsstjóri á starfsstöð HD á Akureyri
HD
Framkvæmdastjóri
Þörungaverksmiðjan hf.