Háskóli Íslands
Háskóli Íslands
Háskóli Íslands

Ritstjóri kennsluskrár

Laust er til umsóknar fullt starf ritstjóra kennsluskrár Háskóla Íslands. Útgáfa kennsluskrár heyrir undir kennslusvið Háskóla Íslands. Ritstjóri er starfsmaður kennslusviðs og stýrir reglulegri vinnu við kennsluskrá Háskóla Íslands, sem gefin er árlega út á vef Háskóla Íslands, í samráði við ritnefnd. Í því felst m.a. að skipuleggja innihald kennsluskrár og framsetningu efnis, leiðbeina starfsfólki sem kemur að gerð kennsluskrár og virkja fólk til samvinnu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ritstjóri ber faglega ábyrgð á gæðum kennsluskrár og tryggir að vandað sé til verka við gerð og útgáfu kennsluskrár.
  • Ritstjóri vinnur að þróun kennsluskrár og innleiðingu breytinga og nýjunga í samráði við ritnefnd og stjórnendur fræðasviða.
  • Ritstjóri hefur umsjón með samþykktarferli nýrra námsleiða og veitir fræðasviðum og deildum ýmsar leiðbeiningar og aðstoð í því sambandi. 
  • Ritstjóri veitir fræðasviðum og deildum aðstoð og ráðgjöf i tengslum við breytingar á reglum Háskóla Íslands er varða nám og kennslu.
  • Ritstjóri hefur umsjón með upplýsingasíðum kennslusviðs sem varða nám og próf, á innri og ytri vef.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Meistarapróf sem nýtist í starfi, viðbótarmenntun er kostur.
  • Haldbær þekking á skipulagi menntunar á háskólastigi er kostur.
  • Reynsla af framsetningu efnis á vefmiðlum.
  • Reynsla af verkefnastjórnun.
  • Gott vald á upplýsingatækni og hæfni til að tileinka sér nýjungar á því sviði.
  • Frumkvæði, sjálfstæði, skipulagshæfni og nákvæmni í starfi.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Góð íslenskukunnátta, bæði í ræðu og riti.
  • Góð enskukunnátta, reynsla af þýðingum úr og á ensku er kostur.
Auglýsing birt15. nóvember 2024
Umsóknarfrestur25. nóvember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Sæmundargata 2, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar