Þörungaverksmiðjan hf.
Þörungaverksmiðjan hf. á Reykhólum sækir þang- og þara í Breiðafjörð og framleiðir lífrænt hágæða þörungamjöl. Nýting sjávargróðurs er vottuð sem sjálfbær og eru vinnsla og afurðir lífrænt vottaðar. Afurðir eru að langmestu leyti fluttar erlendis og m.a. nýttar til framleiðslu fóðurbætis, áburðar og snyrtivara auk alginats sem notað er í matvæla- og lyfjaframleiðslu. Verksmiðjan rekur skip og sláttupramma og er með eigin hitaveitu. Ársverk eru um 20 auk verktaka á sláttarprömmum.
Á Reykhólum er mikil náttúrufegurð. Þar er m.a. grunnskóli, leikskóli, heilsugæslusel, dvalarheimili, sundlaug, bókasafn og önnur þjónusta.
Framkvæmdastjóri
Þörungaverksmiðjan á Reykhólum óskar eftir að ráða traustan og drífandi leiðtoga í starf framkvæmdastjóra. Við leitum að aðila sem býr yfir miklu frumkvæði og sjálfstæði til að stýra daglegum rekstri og leiða starfsfólk til góðra verka. Framkvæmdastjóri fer með stjórn fjármála, áætlunargerðar og kostaðareftirlits, ber ábyrgð á stefnumótun fyrirtækisins í samstarfi við stjórn og er í forystu við þróun og innleiðingu nýjunga. Framkvæmdastjóri annast samskipti við hið opinbera og aðra hagsmunaðila ásamt því að sjá um samningagerð við viðskiptavini og birgja. Starfsstöð framkvæmdastjóra er á Reykhólum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi t.d. á sviði fjármála eða verkfræði
- Haldbær og farsæl reynsla af stjórnun og rekstri
- Reynsla og þekking á framleiðslu
- Reynsla af samningagerð
- Leiðtoga-, skipulags- og samskiptahæfni
- Rík gæða- og öryggisvitund
- Góð íslensku- og enskukunnátta
Auglýsing birt31. október 2024
Umsóknarfrestur16. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Reykhólar 139639, 380 Reykhólahreppur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Leiðtogi umhverfismála og rannsóknastofu
Rio Tinto á Íslandi
Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar
Reykjavíkurborg
Yfirverkstjóri í Fellabæ
Vegagerðin
Framkvæmdastjóri
Dekkjahöllin ehf
Umsjónarmaður orlofsbyggðarinnar í Svignaskarði
Orlofsbúðir Svignaskarði
Framkvæmdastjóri
Heilsa
Mannauðsstjóri Sky Lagoon
Sky Lagoon
REKSTRARSTJÓRI
Grand Þvottur ehf
Flotastýra/stjóri hjá Hopp Reykjavík ehf.
Hopp Reykjavík ehf
Forstöðumaður Raunvísindastofnunar HÍ
Háskóli Íslands
Sviðsstjóri á starfsstöð HD á Akureyri
HD
Framkvæmdastjóri
Samhjálp