Svæðistjóri Suðurlands
HS Veitur leita að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi í starf svæðisstjóra Suðurlands.
Svæðisstjóri Suðurlands er í forsvari fyrir HS Veitur á Suðurlandi og hefur yfirumsjón með þjónustu fyrirtækisins og rekstri, uppbyggingu og viðhaldi veitukerfa í Árborg og Vestmannaeyjum. Um er að ræða rafmagnsveitu í Árborg og rafmagnsveitu, vatnsveitu og hitaveitu í Vestmannaeyjum. Svæðisstjóri heyrir beint undir framkvæmdastjóra veitukerfa.
Viðkomandi þarf að hafa framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfileika, þjónustulund, góða tækniþekkingu og kunnáttu til að leysa fjölbreytt og krefjandi verkefni.
Viðkomandi vinnur með verkstjórum og öðru starfsfólki að framþróun og rekstri veitukerfa til að uppfylla gæði þjónustu til heimila, fyrirtækja og sveitarfélaga á veitusvæðinu. Viðkomandi er einnig hluti af teymi svæðisstjóra annara veitusvæða.
Um er að ræða nýtt og fjölbreytt starf í góðu starfsumhverfi.
- Yfirumsjón með rekstri veitukerfa og gæði þjónustu
- Ábyrgð á að viðhalds- og framkvæmdaráætlun sé unnin á veitusvæði
- Veitir rekstrarlegar upplýsingar til innri og ytri viðskiptavina
- Rekstur og umsjón starfstöðva á Suðurlandi
- Samstarf við önnur svið og deildir
- Innleiðing og eftirfylgni stefnu fyrirtækisins og markmiða
- Háskólamenntun á sviði verk- eða tæknifræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af rekstri veitukerfa kostur
- Reynsla af stjórnun æskileg
- Góð tölvukunnátta
- Samskiptahæfni, þjónustulund og frumkvæði
- Sjálfstæði í starfi og hæfni til að vinna undir álagi