Stafrænt Ísland
Stafrænt Ísland
Stafrænt Ísland

Ritstjóri Ísland.is

Fjármála og efnahagsráðuneytið leitar að öflugum og metnaðarfullum ritstjóra til að leiða stefnumótun á framsetningu efnis á Ísland.is, þróa efnis- og aðgengisstefnu Ísland.is og styðja þannig við umbreytingar í stafrænni opinberri þjónustu.

Stafrænt Ísland er starfseining innan fjármála-og efnahagsráðuneytisins. Hlutverk hennar er að vinna með ráðuneytum, stofnunum og öðrum opinberum aðilum að því að efla stafræna þjónustu við almenning og tryggja þannig skýr, einföld og hraðvirk samskipti. Birtingamynd verkefna Stafræns Íslands gagnvart notendum er Ísland.is.

Hjá Stafrænu Íslandi starfar hópur sérfræðinga sem hefur það að leiðarljósi að einfalda líf fólks. Leitað er að drífandi aðila í teymið sem á auðvelt með að fá fólk í lið með sér og ná fram því besta hjá öðrum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á mótun og þróun efnis- og aðgengisstefnu Ísland.is þ.m.t. framsetningu efnis 

  • Ritstýring og eftirfylgni með gæðum upplýsinga á Ísland.is, þ.m.t. grisjun efnis 

  • Tryggja samræmingu og samlegð efnis á Ísland.is, í umsóknum, í spjallmenni og í Ísland.is appinu 

  • Ábyrgð á umgjörð samskipta og fræðsla til vefstjóra opinberra aðila 

  • Gerð leiðbeininga og viðhald á handbók vefstjóra 

  • Eftirfylgni með þýðingum efnis á Ísland.is 

  • Samstarf við vörustjóra Ísland.is í framsetningu efnis og þjónustu  

  • Þátttaka í stefnumótun og áætlanagerð Stafræns Íslands 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi 

  • Þekking og reynsla af stýringu fjölbreyttra verkefna 

  • Færni og reynsla af því að miðla þekkingu 

  • Mikil færni í mannlegum samskiptum og leiðtogahæfileikar 

  • Jákvætt hugarfar, þjónustulund og frumkvæði  

  • Skipulagshæfni, öguð og sjálfstæð vinnubrögð 

  • Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti er skilyrði 

Auglýsing birt30. október 2024
Umsóknarfrestur14. nóvember 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Lindargata 1-3 1R, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar