Rekstrarvörur ehf
Rekstrarvörur ehf
Rekstrarvörur ehf

Ert þú snillingur í vefverslun og stafrænni þróun ?

Rekstrarvörur leita eftir að ráða drífandi og framsýnan einstakling til að leiða daglegan rekstur og þróun vefverslunar, RV.IS.

Þetta er einstakt tækifæri til að móta framtíðina í vefverslun hjá leiðandi fyrirtæki á sviði hreinlætis-, hjúkrunar- og rekstrarvara bæði á einstaklings - og fyrirtækjamarkaði.

Reynsla og þekking á stafrænum þróunarverkefnum er nauðsynleg.

Vefverslunarfulltrúi mun gegna lykilhlutverki í því að auka sölu, bæta notendaupplifun ( UX) og þróa nýjar leiðir til að hámarka hagkvæmni fyrir RV og viðskiptavini RV.IS.

Unnið er með öflug kerfi eins og Saleour, Dato CMS, Microsoft Dynamics Business Central og Klaviyo.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með vefverslun RV : Ábyrgð á pöntunarkerfi, vörulýsingum, myndum og öðru efni á RV.IS. Einnig að efni sé uppfært og aðgengilegt.
  • Stafræn markaðssetning á RV.IS : Náið samstarfi við innra teymi til að þróa markaðsherferðir og til að auka vöruvitund og sölu.
  • Markaðsrannsóknir og greining: Framkvæma greiningar á þörfum viðskiptavina og markaðsþróun, ásamt því að greina sölugögn til að meta árangur og bæta sölutækifæri.
  • Samskipti við viðskiptavini : Dagleg samskipti við viðskiptavini, stuðla að betri notendaupplifun og hámarka þjónustu okkar á vefnum.
  • Þróun og sjálfvirknivæðing ferla: Taka þátt í að þróa sjálfvirka ferla til að bæta skilvirkni
  • Teymi vef- og markaðsmála vinna þvert á svið innan fyrirtækisins við að mynda heildstæða upplifun viðskiptavinar. 
  • Vefverslunarfulltrúi mun einnig eiga í samstarfi við vefverslunarfulltrúa hjá dótturfélagi okkar RV Unique í Danmörku. 

Við leitum að einstakling sem hefur: 

  • Reynslu af E- Commerce og þekkingu á notendaupplifun (UX)
  • Hæfni til að greina gögn og nota þau til að bæta vefverslun 
  • Sjálfstæð vinnubrögð, sköpunargleði og lausnarmiðaða hugsun
  • Reynsla að vinna með og stýra teymisvinnu
  • Jákvæðni, metnað og framtaksemi
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi eða sambærileg reynsla
  • Áhugi, stundvísi og þjónustulund
  • Reynsla af umsjón með vefverslun
  •      Reynsla af því að stjórna og þróa vefverslun með áherslu á notendaupplifun ( UX) og sjálfvirknivæðingu ferla
  •           Reynsla af sölustörfum æskileg
  •            Ástríðu fyrir því að skilja þarfir viðskiptavina RV
  • Góð íslenskukunnátta
Fríðindi í starfi

Sími, tölva, gott mötuneyti, öflugt starfsmannafélag og frábær kjör á RV.IS.

Auglýsing birt1. nóvember 2024
Umsóknarfrestur15. nóvember 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Réttarháls 2, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Google AnalyticsPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Leitarvélabestun (SEO)PathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Markaðssetning á netinuPathCreated with Sketch.Notendaupplifun (UX)PathCreated with Sketch.Vefumsjón
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar