Ert þú snillingur í vefverslun og stafrænni þróun ?
Rekstrarvörur leita eftir að ráða drífandi og framsýnan einstakling til að leiða daglegan rekstur og þróun vefverslunar, RV.IS.
Þetta er einstakt tækifæri til að móta framtíðina í vefverslun hjá leiðandi fyrirtæki á sviði hreinlætis-, hjúkrunar- og rekstrarvara bæði á einstaklings - og fyrirtækjamarkaði.
Reynsla og þekking á stafrænum þróunarverkefnum er nauðsynleg.
Vefverslunarfulltrúi mun gegna lykilhlutverki í því að auka sölu, bæta notendaupplifun ( UX) og þróa nýjar leiðir til að hámarka hagkvæmni fyrir RV og viðskiptavini RV.IS.
Unnið er með öflug kerfi eins og Saleour, Dato CMS, Microsoft Dynamics Business Central og Klaviyo.
- Umsjón með vefverslun RV : Ábyrgð á pöntunarkerfi, vörulýsingum, myndum og öðru efni á RV.IS. Einnig að efni sé uppfært og aðgengilegt.
- Stafræn markaðssetning á RV.IS : Náið samstarfi við innra teymi til að þróa markaðsherferðir og til að auka vöruvitund og sölu.
- Markaðsrannsóknir og greining: Framkvæma greiningar á þörfum viðskiptavina og markaðsþróun, ásamt því að greina sölugögn til að meta árangur og bæta sölutækifæri.
- Samskipti við viðskiptavini : Dagleg samskipti við viðskiptavini, stuðla að betri notendaupplifun og hámarka þjónustu okkar á vefnum.
- Þróun og sjálfvirknivæðing ferla: Taka þátt í að þróa sjálfvirka ferla til að bæta skilvirkni
- Teymi vef- og markaðsmála vinna þvert á svið innan fyrirtækisins við að mynda heildstæða upplifun viðskiptavinar.
- Vefverslunarfulltrúi mun einnig eiga í samstarfi við vefverslunarfulltrúa hjá dótturfélagi okkar RV Unique í Danmörku.
Við leitum að einstakling sem hefur:
- Reynslu af E- Commerce og þekkingu á notendaupplifun (UX)
- Hæfni til að greina gögn og nota þau til að bæta vefverslun
- Sjálfstæð vinnubrögð, sköpunargleði og lausnarmiðaða hugsun
- Reynsla að vinna með og stýra teymisvinnu
- Jákvæðni, metnað og framtaksemi
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi eða sambærileg reynsla
- Áhugi, stundvísi og þjónustulund
- Reynsla af umsjón með vefverslun
- Reynsla af því að stjórna og þróa vefverslun með áherslu á notendaupplifun ( UX) og sjálfvirknivæðingu ferla
- Reynsla af sölustörfum æskileg
- Ástríðu fyrir því að skilja þarfir viðskiptavina RV
- Góð íslenskukunnátta
Sími, tölva, gott mötuneyti, öflugt starfsmannafélag og frábær kjör á RV.IS.