
Íslensk fjárfesting
Íslensk fjárfesting er fjárfestingafélag sem starfar á fjórum kjarnasviðum: ferðaþjónustu, heilbrigðisþjónustu, fasteignum og útivist & hreyfingu. Við bjóðum upp á krefjandi og fjölbreytt verkefni í faglegu og vaxandi umhverfi þar sem jákvæð vinnustaðamenning og sveigjanleiki eru í fyrirrúmi. Hjá okkur starfar samhentur hópur fagfólks sem leggur metnað í að vaxa og þróast í starfi.
Bókari
Íslensk fjárfesting óskar eftir öflugum og metnaðarfullum bókara til starfa á fjármálasviði félagsins. Framundan eru fjölbreytt og krefjandi verkefni í góðu og faglegu vinnuumhverfi. Um er að ræða fullt starf og æskilegt væri að viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Dagleg bókhaldsfærsla og afstemmingar
- VSK-uppgjör og önnur reglubundin skil
- Undirbúningur og vinna við mánaðar- og ársuppgjör
- Útsending reikninga og innheimta
- Þátttaka í fjölbreyttum verkefnum innan fjármálasviðs
- Upplýsingagjöf og ráðgjöf til innri viðskiptavina
- Önnur tilfallandi verkefni eftir þörfum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Haldbær reynsla af bókhaldi er skilyrði
- Menntun sem nýtist í starfi, viðurkenndur bókari eða viðskiptafræðingur
- Góð kunnátta í Business Central er kostur
- Nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góð samskiptahæfni og þjónustulund
Auglýsing birt29. júní 2025
Umsóknarfrestur9. júlí 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Hagasmári 3, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Sérfræðingur í reikningshaldi
indó sparisjóður 💸

Bókun og innheimta
Bílaumboðið Askja

Tollun og bókun
Bílaumboðið Askja

INNHEIMTUFULLTRÚI
Dalvíkurbyggð

Sérfræðingur á fjármálasviði
Terra hf.

Endurskoðun og uppgjör
ODT

Aðalbókari
Rauði krossinn á Íslandi

Reyndur bókari hjá rótgrónu fyrirtæki
Hagvangur

Sérfræðingur í bókhaldi hjá ECIT Bókað ehf á Suðurlandi
ECIT

Bókhald
Hagvangur

Fulltrúi á fjármála- og greiningarsviði
Fjarðabyggð

Sérfræðingur í Innheimtu og fjárreiðum
Sjóvá