ÓJ&K-Ísam
ÓJ&K-Ísam
ÓJ&K-Ísam

Rekstrarstjóri

ÓJ&K-Ísam leitar að metnaðarfullum rekstrarstjóra til að leiða öflug teymi innan félagsins.

ÓJ&K-Ísam er framsækin heildverslun með yfirgripsmikla reynslu og traust á markaðnum. Fyrirtækið leggur áherslu á gæði og áreiðanleika til að tryggja ánægju viðskiptavina og samstarfsaðila. Fyrirtækið veltir tæplega 16 milljörðum króna á ári og hjá félaginu starfa 140 starfsmenn. Rekstrarstjóri er einn af lykilstjórnendum og situr í framkvæmdastjórn félagsins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vöruhús og dreifing: Bera ábyrgð á skipulagningu vöruhúss og dreifingu. Sér um að tryggja skilvirka aðfangakeðju og vandaða framkvæmd á flutningi. Hefur yfirumsjón með birgðaverðmæti og gæðum birgða
  • Innkaup og innflutningur: Leiðir innkaupateymi sem vinnur með AGR-kerfið. Markmið teymisins er rétt magn á réttum tíma með skýrum ferlum og verklagi
  • Tollur: Bera ábyrgð á tollateymi og tryggir gott upplýsingaflæði og samræmi milli tolls, innkaupa og vöruhúss
  • Þjónustuver: Bera ábyrgð á þjónustuveri sem stuðlar að því að þjónustustig og samskipti við viðskiptavini séu til fyrirmyndar
  • Tölur og greining: Fylgjast með lykilmælikvörðum. Notast við Excel og OLAP-teninga til að greina gögn og sýna niðurstöður
  • Umbætur: Einfalda ferla, fjarlægir flöskuhálsa og stuðlar að góðu samstarfi við svið sölu, fjármála, gæða og mannauðs
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Hefur reynslu af rekstri vöruhúss, flutningum, aðfangakeðjustjórnun og birgðastýringu
  • Er farsæll leiðtogi sem setur skýr markmið, er heiðarlegur í samskiptum og nær að virkja fólk með sér
  • Býr yfir góðri færni í Excel, hefur þekkingu á OLAP-teningum og AGR, auk þess að hafa gott auga fyrir greiningum og gagnadrifinni ákvarðanatöku
Fríðindi í starfi
  • Stöðu í framkvæmdastjórn með raunveruleg tækifæri til að móta rekstur
  • Sterk, sjálfstæð og fagleg teymi í vöruhúsi, innkaupum, tolli og þjónustuveri sem eru tilbúin til að ná enn meiri árangri
  • Frábært vinnuumhverfi og góð fríðindi
  • Sterk vörumerki og fjölbreytt vöruúrval
Auglýsing birt6. október 2025
Umsóknarfrestur15. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Blikastaðavegur 2-8 2R, 112 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar