Alma íbúðafélag
Alma íbúðafélag
Alma íbúðafélag

Rekstrarstjóri

Alma íbúðafélag er í leit að drífandi og metnaðarfullum aðila í starf rekstrarstjóra.

Rekstrarstjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri félagsins, veitir starfsfólki leiðsögn og stuðning með það að markmiði að ná sem bestum rekstrarniðurstöðum. Hann hefur umsjón með ákvörðun leiguverðs, útleigu eigna og tryggir að eignasafnið nýtist sem best. Hann styður framkvæmdastjóra við ráðningar og vinnur að umbótaverkefnum með það markmið að bæta rekstur félagsins.

Auk þess ber hann ábyrgð á reikningasamþykktum í samráði við framkvæmdastjóra, greiningu á mánaðarlegum rekstrarniðurstöðum og kynningu þeirra fyrir stjórnendum. Hann tekur þátt í árlegri áætlanagerð og markmiðasetningu með áherslu á árangursmælikvarða.

Um félagið:

Alma íbúðafélag er ört vaxandi fyrirtæki og er hluti af samstæðu Langasjávar. Félagið á og rekur um þúsund íbúðir á Íslandi. Hjá Ölmu íbúðafélagi starfa um 15 manns en hjá samstæðunni um 380 manns.

Alma íbúðafélag er með öflugt starfsmannafélag og er rík áhersla lögð á starfsánægju.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á daglegum rekstri
  • Ábyrgð á starfsmannamálum 
  • Ábyrgð á nýtingu fasteigna
  • Ábyrgð á verðlagningu
  • Innleiðing umbótaverkefna
  • Eftirfylgni með samningum við birgja og reikningasamþykkt
  • Þátttaka í markmiðasetningu og árangursmælingum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun í viðskiptafræði, verkefnastjórnun, verkfræði eða annarri menntun sem nýtist í starfi
  • Viðkomandi þarf að vera skipulagður, hafa frumkvæði og getu til að vinna undir álagi
  • Góð færni í mannlegum samskiptum, jákvæðni og hæfni til að starfa í hópi
  • Góð tölvukunnátta 
  • Þekking og reynsla af rekstri er krafa
Fríðindi í starfi
  • Samkeppnishæf laun
  • Þjálfunar- og þróunartækifæri
  • Góður starfsandi í ört vaxandi og spennandi vinnuumhverfi
Auglýsing birt14. febrúar 2025
Umsóknarfrestur26. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Sundagarðar 8, 104 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar