Kringvarp Føroya
Kringvarp Føroya
Kringvarp Føroya

Stjórnandi Kringvarp Føroya

Stjórnandi Kringvarp Føroya er ekki einungis stofnunarstjóri, heldur ber hann einnig ákveðna ábyrgð á að styðja við færeyska menningu, lýðræði og velferð.

Áhorf allra aldurshópa breytist sífellt með aukinni tækniþróun. Framboð af efni hefur aldrei verið meira, og færeyskt efni minnkar hlutfallslega í samanburði við erlent efni.

Kringvarp Føroya verður því að fylgjast vel með og aðlaga sig að þróuninni til þess að viðhalda hlutverki sínu sem fremsti menningarberi landsins. Um er að ræða vinnustað sem er í hraðri þróun, þar sem stjórnendur þurfa að setja sér skýr markmið og gera skipulagðar áætlanir fyrir framtíðina.

Ef þetta hljómar eins og spennandi áskorun, þá er starf stjórnanda Kringvarpi Føroya ábyggilega áhugavert fyrir þig.

Hér fyrir neðan er stutt lýsing á starfinu og umsóknarskilyrðum, en við bendum á ítarlegri starfslýsingu fyrir frekari upplýsingar.

Lesið starfs- og persónulýsinguna hér.


Starfið

Stjórnandinn ber daglega ábyrgð á dagskrá á samt því að sinna allri stjórnun Kringvarps Føroya, samkvæmt lögum nr. 61 um kringvarp dags. 16. maí 2006, með síðari breytingum.

Stjórnandinn markar einnig stefnu Kringvarps Føroya og stýrir stefnumótun í samstarfi við stjórn og sviðsstjóra.


Umsækjandinn

Stjórnandinn þarf að vera traustvekjandi og framúrskarandi fulltrúi stofnunnar út á við gagnvart almenningi. Stjórnandinn þarf að hafa viðeigandi reynslu af stjórnunarstörfum og háskólamenntun sem nýtist í starfi. Reynsla úr fjölmiðlum ásamt þekkingu á stjórnsýslu er kostur.
Við leitum að aðila sem er fullur eldmóðs, markmiðadrifinn og getur sameinað ólíka einstaklinga til að tryggja að stefnu Kringvarpsins sé fylgt. Mikilvægt er að einstaklingurinn búi yfir yfirgripsmikilli þekkingu á færeyskri menningu, samfélagsmálum og hlutverki Kringvarpsins auk grunnskilnings á öllum rekstri stofnunarinnar. Umsækjandinn skal hafa þekkingu á færeysku eða vera reiðubúinn að læra að skilja færeysku innan skamms tíma.


Ráðningarfyrirkomulag

Starfið verður auglýst í færeyskum og á norrænum atvinnumiðlum. Umsókn með ferilskrá og fylgiskjölum skal senda á [email protected] eigi síðar en mánudaginn 10. mars.

Vinsamlegast merkið tölvupóstinn með titlinum "Stjórnandi KVF”.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Rógva Olavson, formaður kringvarpsstjórnarinnar, í síma +298292613.


Ráðningarskilmálar

Starfið er fimm ára tímabundin ráðning og eru laun skv. launaflokki 38 samkvæmt samningi Tænastumannafelag Landsins og Fíggjarmálaráðsins, þó ekki embættismannastaða.
Skilmálar ráðningar eru settir fram í ráðningarsamningi sem mun vera samþykktur af Fíggjarmálaráðinu.

Auglýsing birt13. febrúar 2025
Umsóknarfrestur10. mars 2025
Tungumálahæfni
FæreyskaFæreyska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Tórshavn
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar