
Rafal ehf.
Rafal ehf. er leiðandi þekkingar og þjónustumiðstöð rafmagns og fjarskipta á Íslandi. Rafal leggur sérstaka áhersla á rekstrarþjónustu, endurbætur og uppbyggingu háspennu- og lágspennukerfa fyrir raforkuöflun og flutning, raforkudreifingu og raforkuiðnað. Þetta á einnig við um dreifikerfi fjarskiptafyrirtækja. Rafal rekur einnig öfluga framleiðsludeild sem leggur gríðarleg áherslu á að leysa áskoranir framtíðarinnar.
Í dag starfa um 140 starfsmenn. Rafal býður upp á traustan og dýnamískan vinnustað þar sem vöxtur og velferð starfsfólks er höfð að leiðarljósi.

Rafvirki með áherslu á háspennu
Við leitum að reyndum og færum rafvirkja með sérþekkingu á háspennusviði til liðs við okkar teymi. Ef þú hefur mikla reynslu af rafvirkjun, sérstaklega í viðhaldi, viðgerðum, mælingum og þjónustu við virkjanir og dreifikerfi landsins, þá er þetta frábært tækifæri fyrir þig.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Viðhald, viðgerðir og mælingar á háspennulínum og strengjum
- Sjálfstæð vinna við flókin verkefni fyrir allar helstu veitur landsins. Jafnt við háspennu-, lágspennu- og smáspennubúnað
- Tryggja öryggi í samræmi við gildandi reglur og staðla
- Samskipti við viðskiptavini og samstarfsaðila
- Færni í að veita framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf til samstarfsaðila og viðskiptavina
Menntunar- og hæfniskröfur
- Sveinspróf í rafvirkjun/rafveituvirkjun
- Mikil reynsla af rafvirkjun, sérstaklega á háspennusviði
- Þekking á rafmagnsöryggismálum, mælingum og viðhaldi
- Framkvæmdahæfni, ábyrgðartilfinning og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góðir samskiptahæfileikar og hæfni til að vinna í teymi
Kostir við að starfa hjá Rafal
- Vandað og öruggt vinnuumhverfi
- Tækifæri til að starfa við spennandi og krefjandi verkefni
- Góður starfsandi og stuðningur innan teymisins
- Niðurgreiddur hádegisverður
- Íþróttastyrkur
- Árlegar heilsufarsmælingar
Auglýsing birt15. maí 2025
Umsóknarfrestur8. júní 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Hringhella 9, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiÖkuréttindiRafveituvirkjunRafvirkjunSjálfstæð vinnubrögðSveinspróf
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (10)

Rafvirki
Blikkás ehf

Rafvirki / Electrician
Alcoa Fjarðaál

Leggðu línuna til Rarik - verkstjóri á Snæfellsnesi
Rarik ohf.

Söluráðgjafi Johan Rönning á Reyðarfirði
Johan Rönning

Rafvirki á Suðurnesjum
HS Veitur hf

Áhugavert og krefjandi starf fyrir rafvirkja
Norðurál

Plastiðjan Bjarg-Iðjulundur: Verkstjóri í vélasal
Akureyri

Liðsfélagi í hóp rafvirkja - rafvirkjanemar
Marel

Rafvirki í söludeild rafbúnaðar
Smith & Norland hf.

Rafvirki
Veitur