

Rafmögnuð sumarstörf
Við leitum að jákvæðum og verkefnadrifnum nemum í rafmagnstengdum greinum sem hafa áhuga á að kynnast víðfeðmasta dreifikerfi rafmagns á Íslandi og sinna spennandi verkefnum í samstarfi við okkar færustu sérfræðinga.
Um tvær lausar sumarstöður er að ræða, annars vegar hjá kerfisstjórn og hins vegar hjá rafveitu. Báðar deildir tilheyra veitusviði Rarik. Kerfisstjórn hefur það meginhlutverk að vakta og bregðast við hvers kyns truflunum í veitukerfinu, skipuleggja aðgerðir tengdar rofi og vinnu og vera í samskiptum við verkstjóra. Rafveitan sér um verkefni tengd rekstri og viðhaldi dreifikerfis rafmagns og er með sérstakt verkefni í sumar sem tengist mati og útreikningum á ljósbogahættu í dreifikerfinu. Störfin eru að mestu unnin við tölvur en í einhverjum tilvikum má gera ráð fyrir vinnu á vettvangi.
Áhugi á rekstri háspennukerfa er mikill kostur. Við leitum að nemum í hvers kyns rafmagnstengdum greinum, s.s. rafmagnsverkfræði, rafmagnstæknifræði eða rafiðnfræði. Mikilvægt er að umsækjendur séu jákvæðir, færir í samskiptum, verkefnadrifnir og lærdómsfúsir. Störfin eru að mestu unnin við tölvur og skiptir því haldbær tölvukunnátta máli sem og þekking á Excel.











