Maul
Maul
Maul

Öflug manneskja óskast í akstur & þrif 🚗✨

Við leitum að viðkunnanlegri manneskju til að sinna akstri og þrifum í bland. Draumur okkar er að finna dugmikla manneskju sem hefur gaman af því að láta hlutina ganga snurðulaust fyrir sig og er tilbúin að læra nýja hluti. Starfið getur þróast fljótt þar sem fyrirtækið stækkar ört, en fyrst um sinn verður viðkomandi að geta sinnt hinum ýmsu verkefnum sem til falla.

Ef þú hræðist ekki að taka þátt í rússíbanareið sem fyrirtæki í vexti og nýsmíði býður upp á, fellur þú inn í hópinn. Við römbum stöðugt á barmi óreiðu og óvissu! Oftast náum við þó tökum á málunum, en lendum sjaldan í því að láta okkur leiðast þar sem við látum alltaf reyna á mörkin og komumst að því hvað við getum afrekað.

🚀 Við bjóðum þér upp á

  • fjölbreytileg og sveigjanleg verkefni - enginn dagur er eins!
  • að koma þér í samband við fjölda af framúrskarandi matreiðslufólki sem brennur af ástríðu fyrir eldamennsku.
  • tækifæri til að þróast í starfi – möguleikarnir eru endalausir fyrir gott fólk!

🍕Við erum á höttunum eftir manneskju sem

  • er ábyrg og stundvís – við þurfum á traustu fólki að halda sem stendur við orð sín.
  • hefur gaman af líflegu umhverfi – enginn dagur er eins og engum leiðist í Maulinu!
  • er lipur í samskiptum og vinnur vel í teymi – við erum öll að vinna saman að því að bæta upplifun viðskiptavina okkar.
  • er dugleg að finna lausnir og sniðugar leiðir til að bæta hlutina – okkur líkar vel við fólk sem hugsar út fyrir kassann!
  • hefur bílpróf og ert óhrædd við að keyra í borgarumferð – þar sem akstur er stór hluti starfsins er mikilvægt að líða vel undir stýri.

☀️ Morguninn hefst á því að tryggja að aðstaðan okkar sé tandurhrein og tilbúin fyrir daginn. Við setjum upp aðstöðuna svo allt sé klárt fyrir fyrstu pantanir dagsins.

🚗 Akstur er stór hluti af starfinu! Stórar pantanir eru sóttar á veitingastaði, svo hittast allir bílstjórarnir og skiptast á mat svo tryggt sé að hver einasta máltíð komist á áfangastað. Við flytjum líka umbúðir og sjáum til þess að allt flæði vel á milli vinnu- og veitingastaða.

🧹 Þrif og skipulag eru lykilatriði í okkar vinnu. Við pössum upp á að allt sé hreint, bílarnir í toppstandi og allir hlutir á sínum stað. Við tökumst líka á við öll tilfallandi verkefni létt í lund!

Þú þarft ekki að hafa reynslu en mikilvægt er að hafa mikinn áhuga á að öðlast hana. Við lofum að starfið verði góður skóli. Við leggjum mikið upp úr starfsþróun og gerum allt mögulegt til að koma til móts við óskir starfsmanna.

Okkur er mjög annt um að þú fallir vel inn í hópinn svo það væri gaman að fá nokkur orð um þig persónulega, hvert hugurinn stefnir og hvar metnaðurinn liggur.

Helstu verkefni og ábyrgð

🚚 Akstur með matvæli á sendibifreið.

🥘 Þjónusta við veitingastaði, akstur með umbúðir og merkimiða.

👨‍🍳 Þjónusta við vinnustaði, áfylling á drykkjum og matvælum.

✨ Þrif á umbúðum, aðstöðu, bílum og fleira.

Menntunar- og hæfniskröfur

✅ Bílpróf (B-réttindi) – þar sem akstur er stór hluti af starfinu.

✅ Reglusöm og áreiðanleg vinnubrögð – mikilvægt er að verkefni séu unnin af nákvæmni og á réttum tíma.

✅ Geta til að vinna sjálfstætt og í teymi – þú munt vinna bæði einn og með öðru starfsfólki.

✅ Lipurð í samskiptum og jákvæðni – við leggjum áherslu á góða stemningu og þjónustulund.

✅ Góð líkamleg færni – starfið getur verið líkamlega krefjandi með léttum lyftingum og mikilli hreyfingu.

✅ Skipulagshæfileikar – nauðsynlegt að halda utan um verkefni og tryggja að hlutir gangi snurðulaust fyrir sig.

✅ Færni í að fylgja verklagi og vinnureglum – þar sem við störfum með matvæli er mikilvægt að fylgja réttu verklagi og hreinlætisreglum.

✅ Reynsla af sambærilegum störfum er kostur – t.d. í akstri, vöruhúsi, þrifum eða þjónustu, en ekki skilyrði.

✅ Viðkomandi verður að geta tjáð sig vel annaðhvort á íslensku eða ensku.

Fríðindi í starfi
  • Ómótstæðilegur hádegismatur
  • Skemmtilegur félagsskapur
 
Auglýsing birt10. mars 2025
UmsóknarfresturEnginn
Laun (á mánuði)450.000 - 500.000 kr.
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Valkvætt
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Valkvætt
Grunnfærni
Staðsetning
Síðumúli 33, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Útkeyrsla
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar