

NPA aðstoðarkona óskast
Ég er 35 ára kona búsett í 103 Reykjavík og leita að jákvæðri og áreiðanlegri konu til að starfa sem NPA aðstoðarkona.
Um er að ræða bæði fullt starf og hlutastarf aðra hverja helgi, samkvæmt vaktaplani þar sem morgun- og kvöldvaktir skiptast á, og að auki tvær helgarvaktir (laugardag eða sunnudag) í mánuði.
Um starfið
Sem aðstoðarkona aðstoðar þú mig í daglegu lífi og hjálpar mér að viðhalda sjálfstæði og virkni í daglegum verkefnum.
Starfið felur meðal annars í sér:
Að keyra bílinn minn á staði sem ég fer á, t.d. í sundæfingar, vinnu og sjúkraþjálfun.
Aðstoð við heimilishald, svo sem þrif og innkaup.
Almennan stuðning í daglegum verkefnum samkvæmt mínum þörfum.
Starfið byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf fatlaðra einstaklinga, þar sem áhersla er lögð á virðingu, samvinnu og jákvæð samskipti.
Hæfniskröfur
20 ára eða eldri
Hreint sakavottorð
Gilt bílpróf
Reyklaus
Áreiðanleg og stundvís
Líkamlega sterk
Góð aðlögunar- og samskiptahæfni
Talar góða íslensku
💰 Launakjör
Laun eru samkvæmt sérkjarasamningi NPA miðstöðvarinnar og Eflingar.
Nánari upplýsingar um NPA má finna á www.npa.is
.












