Húðlæknastöðin
Húðlæknastöðin
Húðlæknastöðin

Móttökuritari - spennandi tækifæri á vinnustað í örum vexti

Húðlæknastöðin er leiðandi á sviði húðlækninga og húðmeðferða og hefur vaxið hratt á síðustu árum. Við leitum nú að skipulögðum og þjónustulunduðum móttökuritara til að bætast í ört stækkandi teymi okkar.

Starfið er fjölbreytt og líflegt, þar sem mikil áhersla er lögð á fagmennsku, sjálfstæð vinnubrögð og framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini okkar.

Um er að ræða fullt starf og er vinnutíminn frá 8-16

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Við bjóðum uppá fjölbreytt og gefandi starf í góðu starfsumhverfi.

Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskár.

Fyrir frekari upplýsingar um starfið má senda póst á [email protected]

Við hlökkum til að heyra frá þér!

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Móttaka viðskiptavina og almenn afgreiðsla
  • Símsvörun og samskipti við viðskiptavini
  • Tímabókanir og skráning í kerfi
  • Sala og ráðgjöf til viðskiptavina um vörur og þjónustu Húðlæknastöðvarinnar
  • Sjá um netpantanir í vefverslun
  • Samskipti við lækna og annað fagfólk
  • Almenn skrifstofustörf og önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Rík þjónustulund og góð færni í samskiptum
  • Skipulagshæfni og nákvæmni í vinnubrögðum
  • Sjálfstæð vinnubrögð
  • Góð tölvukunnátta
  • Framúrskarandi íslenskukunnátta nauðsynleg
  • Reynsla af sambærilegu starfi kostur en ekki skilyrði
Auglýsing birt14. október 2025
Umsóknarfrestur24. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Smáratorg 1, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Samskipti í símaPathCreated with Sketch.Samskipti með tölvupóstiPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Vinna undir álagiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar