Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Móttökuritari á Heilbrigðisstofnun Suðurlands Selfossi - afleysingar

Heilbrigðisstofnun Suðurlands óskar að eftir að ráða starfsmann í tímavinnu í afleysingar í móttöku á Selfossi með möguleika á sumarstarfi. Um er að ræða sveigjanlegt starf þar sem starfsfólk er í afleysingum og á úthringingarlista.

Heilbrigðisstofnun Suðurlands veitir heilsugæslu-, sjúkrahús- og öldrunarþjónustu ásamt því að annast sjúkraflutninga. Þjónustusvæðið nær frá Þorlákshöfn í vestri til Hafnar í austri.

Hlutverk HSU er að móta, þróa og útfæra heilbrigðisþjónustu í umdæminu og tryggja íbúum Suðurlands og öðrum þjónustuþegum jafnan aðgang að bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni.

Þjónustumarkmið HSU byggja á gildum okkar um fagmennsku, virðingu og samvinnu. Velferð og þarfir þjónustuþega eru okkar leiðarljós.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Móttaka, afgreiðsla og samskipti við skjólstæðinga.
  • Símsvörun, ýmiss konar umsýsla og skráning gagna auk samskipta við aðrar deildir HSU.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Stúdentspróf eða sambærileg menntun æskileg
  • Starfið krefst sjálfstæðra vinnubragða, framúrskarandi hæfni og lipurðar í samskiptum, trúmennsku og nákvæmni í vinnubrögðum
  • Góð tölvukunnátta er skilyrði, þekking á Sögukerfinu er æskileg
  • Viðkomandi þarf að hafa gott vald á íslensku máli og þarf að geta átt samskipti á ensku
  • Náms- og starfsferilskrá fylgi umsókn
Auglýsing birt22. júlí 2025
Umsóknarfrestur1. ágúst 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Árvegur 161836, 800 Selfoss
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar