

Sjúkraflutningamenn óskast á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Heilbrigðisstofnun Suðurlands óskar eftir að ráða sjúkraflutningamenn til starfa.
HSU veitir heilsugæslu-, sjúkrahús- og öldrunarþjónustu ásamt því að annast sjúkraflutninga. Þjónustusvæðið nær frá Þorlákshöfn í vestri til Hafnar í austri.
Hlutverk HSU er að móta, þróa og útfæra heilbrigðisþjónustu í umdæminu og tryggja íbúum Suðurlands og öðrum þjónustuþegum jafnan aðgang að bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni.
Þjónustumarkmið HSU byggja á gildum okkar um fagmennsku, virðingu og samvinnu. Velferð og þarfir þjónustuþega eru okkar leiðarljós.
Í boði eru störf á eftirfarandi starfsstöðum:
-
Rangárþing
-
Bráðaviðbragð/einmenningsviðbragð í Öræfum
-
Bráðaviðbragð/einmenningsviðbragð við virkjunarframkvæmdir Landsvirkjunar
Vinsamlegast skráið óskir um starfsstöð í reitinn "Annað" í umsóknarferlinu.
-
Um er að ræða spennandi starf við sjúkraflutninga þar sem verkefnin eru fjölþætt
-
Meta áverka eftir slys, veita fyrstu hjálp og flytja sjúklinga á sjúkrastofnun ef með þarf
-
Umhirða sjúkrabíla og umsjón með að allur búnaður sé til staðar og í lagi eftir verkferlum HSU
-
Gríðarlegur vöxtur hefur verið í starfseminni undanfarin ár á Suðurlandi.
-
Starfsleyfi landlæknis
-
Grunnmenntun EMT-Basic er skilyrði fyrir ráðningu, frekari menntun og reynsla við sjúkraflutninga er kostur
-
Meirapróf C1 - er skilyrði fyrir ráðningu
-
Hreint sakavottorð
-
Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
-
Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
-
Þau sem verða boðuð til viðtals munu þurfa að gangast undir þrekkönnun, sjá hér: Upplýsingar_um_þrekpróf_starfsfólks_sjúkraflutninga.pdf
