Heilsuvernd Hjúkrunarheimili
Heilsuvernd Hjúkrunarheimili
Heilsuvernd Hjúkrunarheimili

Matráður óskast til starfa

Heilsuvernd Hjúkrunarheimili rekur tvenn hjúkrunarheimili á Akureyri. Hjá Heilsuvernd Hjúkrunarheimilum fer fram fjölbreytt og áhugaverð starfsemi í öldrunarþjónustu sem er í stöðugri þróun. Á hjúkrunarheimilunum er rekin dagþjónusta, mötuneyti, þvottahús, auk þess sem meðal annars er boðið upp á iðjuþjálfun, sjúkraþjálfun, fjölbreytt félagsstarf og læknisþjónustu. Unnið er eftir Eden hugmyndafræðinni með áherslu á sjálfstæði, góðan heimilisbrag og lífsgæði íbúanna. Markmið allrar þjónustu sem veitt er á Heilsuvernd Hjúkrunarheimilunum er að tryggja öryggi og vellíðan íbúa og standa vörð um sjálfsmynd þeirra og sjálfsvirðingu.

Heilsuvernd Hjúkrunarheimili óska eftir að ráða matráð í 80% -90% starfshlutfall. Við leggjum áherslu á jákvæðni og góð samskipti, lipurð í þjónustu og einlægan áhuga á starfi í þjónustu við aldraða.

Hjá Heilsuvernd leggjum við okkur fram um að skapa glaðlegt og gott vinnuumhverfi, auk þess sem við leggjum mikinn metnað í að veita framúrskarandi þjónustu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Gengur í almenn eldhússtörf eftir þörfum hverju sinni
  • Aðstoðar við framreiðslu, matagerð, frágang vöru og þrif eftir matmálstíma
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Matráður þarf að hafa lokið matartækninámi eða námskeiðum sem nýtast í starfi
  • Reynsla af störfum í eldhúsi
  • Góð samskiptahæfni
  • Þolinmæði og sveigjanleiki
  • Færni í almennri tölvunotkun
  • Sjálfstæði í starfi
  • Reynsla og áhugi á að starfa í teymi
  • Umsækjendur þurfa að geta talað og skilið íslensku
Auglýsing birt1. október 2025
Umsóknarfrestur15. október 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Austurbyggð 17, 600 Akureyri
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar