
Efstihjalli
Leikskólinn Efstihjalli er fimm deilda leikskóli í austurbæ Kópavogs og er staðsettur við Efstahjalla 2. Leikskólinn er í grónu hverfi í göngufæri við Fossvogsdal, Kópavogsdal og Digraneshæð. Í skólanum er stuðst við þrjá stólpa í öllu starfi, fjölmenningu, Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og sköpun í allri sinni mynd. Samskipti eru grunnurinn sem halda stólpunum uppi. Málörvun og málrækt er svo rauði þráðurinn í gegnum allt starfið. Leikurinn í allri sinni fjölbreytni, inni sem og úti, er kjarninn í leikskólastarfinu og helsta námsleið barnanna. Í leiknum styrkist meðal annars sjálfsmynd barnanna, félagsfærni eflist og undirbúningur fyrir formlegt nám er mikill. Efstihjalli er ríkur af fjölbreyttum tungumálum og menningarlegum bakgrunni og er það jafnframt einn af styrkleikum skólans.
Stefna leikskólans er að byggja upp einstaklinga sem eru: glaðir og sjálfsöruggir, hafa trú á eigin getu, sýna hjálpsemi og ábyrgðarkennd, bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum óháð trúar- eða lífsviðhorfum, kynþætti, uppruna, menningu og/ eða atgervi.

Matráður óskast í Efstahjalla
Við í leikskólanum Efstahjalla erum að leita að menntuðum matráð. Leikskólinn Efstihjalli er 5 deilda leikskóli með 97 börn.
Við leitum að matráð í 100% stöðu sem myndi sjá um morgunmat, hádegismat og nónhressingu ásamt tilfallandi verkefnum á tillidögum. Matreiða þarf mat frá grunni og gæta að hollustu hans.
Matráður og aðstoðarmatráður sjá um kaffistofu starfsmanna og þvottahús leikskólans.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Framleiðir holla og næringarríka fæðu fyrir börnin
- Framleiðir mat fyrir þá sem eru með fæðuofnæmi/óþol
- Gerir matseðla og innkaup
- Vinnur samkvæmt því skipulagi sem leikskólastjóri ákveður
- Hefur yfirumsjón með störfum aðstoðarmatráðs
- Á gott samstarf við börn og aðra starfsmenn leikskólans
- Sinnir þeim verkefnum er varðar eldhús, þvottahús sem og kaffistofu sem yfirmaður felur honum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Nám í matartækni æskilegt
- Þekking á framleiðslu og bakstri
- Ábyrgur, stundvís, sveigjanlegur og jákvæður einstaklingur
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Sjálfstæði, skipulag og metnaður í vinnubrögðum
- Hreinlæti og snyrtimennska
- Þekking og meðvitund um næringargildi og hollustu matvæla
- Þekking á matargerð fyrir börn með bráðaofnæmi og óþol
- Gott vald á íslenskri tungu skilyrði
Fríðindi í starfi
- Stytting vinnuvikunnar
- Vetrarfrí, jólafrí og frí í dymbilviku
- Frítt í sundlaugar Kópavogs
Auglýsing birt3. október 2025
Umsóknarfrestur17. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Efstihjalli 2, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
JákvæðniMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar