Brúarásskóli
Brúarásskóli
Brúarásskóli

Matráður óskast í Brúarásskóla

Brúarásskóli óskar eftir matráði í 90-100% starfshlutfall frá og með 1. júlí 2025. Matráður skólans undirbýr og matreiðir hollar og fjölbreyttar máltíðir fyrir nemendur og starfsfólk í leik- og grunnskóladeild Brúarásskóla.
Leitað er að metnaðarfullum, samviskusömum og jákvæðum einstaklingi sem hefur færni, reynslu og menntun sem nýtist í starfi.

Næsti yfirmaður er skólastjóri Brúarásskóla.

Húsnæði á staðnum býðst til leigu fyrir réttan einstakling.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Útbýr hádegisverð og miðdegishressingu fyrir nemendur og starfsfólk skólans.
  • Hefur umsjón með þrifum á matsal og í mötuneyti.
  • Sér um innkaup á matvörum fyrir mötuneytið.
  • Skipuleggur matseðla, allt að mánuð fram í tímann.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun á sviði matreiðslu kostur
  • Reynsla af starfi í mötuneyti eða skólaeldhúsi æskileg
  • Frumkvæði, metnaður, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
  • Góð íslenskukunnátta
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Reynsla af starfi með börnum er kostur. 
  • Hreint sakavottorð 
Auglýsing birt28. apríl 2025
Umsóknarfrestur19. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Brúarásskóli/Lóð 1, 701 Egilsstaðir
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar