Bónus
Bónus
Bónus

Markaðsstjóri

SPENNANDI TÆKIFÆRI HJÁ STERKU VÖRUMERKI

Við leitum að stefnumótandi, skapandi og áræðnum markaðsstjóra til að leiða markaðsteymi Bónus. Um er að ræða spennandi tækifæri fyrir framsýnan einstakling til að efla enn frekar sterkt vörumerki, tala til fjölbreytts hóps viðskiptavina og stuðla að því að móta Bónus til framtíðar. Markaðsstjóri situr í framkvæmdaráði Bónus og kemur til með að marka spor sitt í heildarstefnu og velgengni fyrirtækisins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stefnumótunarvinna og áframhaldandi þróun á heildstæðri markaðsstefnu Bónus.
  • Stýra og leiða markaðsteymið, og stuðla að skapandi menningu og framúrskarandi árangri.
  • Tryggja áframhaldandi vöxt vörumerkisins Bónus í öllum miðlum og í öllum samskiptum.
  • Þróa og framfylgja heildstæðar markaðsáætlanir sem styðja við markmið Bónus um hagkvæmustu matarkörfuna, skilvirkni og gæði.
  • Náið samstarf við framkvæmdastjórn um mótun stefnu Bónus og ábyrgð á að allt markaðsstarf styðji við stefnuna.
  • Almenn kynningarstörf og samskipti við fjölmiðla.
  • Greina markaðs- og  viðskiptavinagögn og finna tækifæri til vaxtar.
  • Samskipti við auglýsingastofur og fagaðila á sviði markaðsmála.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Árangursrík reynsla af sambærilegu starfi.
  • Menntun sem nýtist í starfi.
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og stefnumótandi hugsun.
  • Frábær sköpunargáfa, skilvirkni og hæfni til að vinna í mjög hröðu umhverfi.
  • Framúrskarandi leiðtogahæfni og geta til að leiða teymi til árangurs.
  • Mjög góð greiningarfærni og þekking á að nota gögn til að taka upplýstar ákvarðanir.
  • Framkvæmdagleði, jákvæðni og metnaður til að ná árangri.
  • Almenn tæknileg færni.
  • Þekking á smásöluumhverfinu á Íslandi er mikill kostur.
Auglýsing birt20. janúar 2025
Umsóknarfrestur2. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Skútuvogur 13, 104 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar