Bónus
Við tökum vel á móti nýju starfsfólki og viljum að sú reynsla sem fólk fær af starfinu sé bæði jákvæð og góð. Miklir möguleikar eru fyrir þá sem skara framúr að ná langt innan veggja fyrirtækisins.
Það er Bónus mikilvægt að halda því trausti sem almenningur hefur sýnt verslunarkeðjunni í gegnum árin og eitt af leiðarljósum Bónus hefur ávallt verið að hafa álagningu sem lægsta. Bónus býður sama verð í öllum sínum verslunum um land allt sem reynst hefur afar dýrmætt gagnvart neytendum. Það sannast ítrekað í verðkönnunum að Bónus býður lægsta vöruverð á Íslandi, þrátt fyrir harðnandi samkeppni.
Markaðsstjóri
SPENNANDI TÆKIFÆRI HJÁ STERKU VÖRUMERKI
Við leitum að stefnumótandi, skapandi og áræðnum markaðsstjóra til að leiða markaðsteymi Bónus. Um er að ræða spennandi tækifæri fyrir framsýnan einstakling til að efla enn frekar sterkt vörumerki, tala til fjölbreytts hóps viðskiptavina og stuðla að því að móta Bónus til framtíðar. Markaðsstjóri situr í framkvæmdaráði Bónus og kemur til með að marka spor sitt í heildarstefnu og velgengni fyrirtækisins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stefnumótunarvinna og áframhaldandi þróun á heildstæðri markaðsstefnu Bónus.
- Stýra og leiða markaðsteymið, og stuðla að skapandi menningu og framúrskarandi árangri.
- Tryggja áframhaldandi vöxt vörumerkisins Bónus í öllum miðlum og í öllum samskiptum.
- Þróa og framfylgja heildstæðar markaðsáætlanir sem styðja við markmið Bónus um hagkvæmustu matarkörfuna, skilvirkni og gæði.
- Náið samstarf við framkvæmdastjórn um mótun stefnu Bónus og ábyrgð á að allt markaðsstarf styðji við stefnuna.
- Almenn kynningarstörf og samskipti við fjölmiðla.
- Greina markaðs- og viðskiptavinagögn og finna tækifæri til vaxtar.
- Samskipti við auglýsingastofur og fagaðila á sviði markaðsmála.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Árangursrík reynsla af sambærilegu starfi.
- Menntun sem nýtist í starfi.
- Framúrskarandi samskiptahæfni og stefnumótandi hugsun.
- Frábær sköpunargáfa, skilvirkni og hæfni til að vinna í mjög hröðu umhverfi.
- Framúrskarandi leiðtogahæfni og geta til að leiða teymi til árangurs.
- Mjög góð greiningarfærni og þekking á að nota gögn til að taka upplýstar ákvarðanir.
- Framkvæmdagleði, jákvæðni og metnaður til að ná árangri.
- Almenn tæknileg færni.
- Þekking á smásöluumhverfinu á Íslandi er mikill kostur.
Auglýsing birt20. janúar 2025
Umsóknarfrestur2. febrúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Enska
MeðalhæfniNauðsyn
Staðsetning
Skútuvogur 13, 104 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar