Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili
Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili
Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

Framkvæmdastjóri Höfða

Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili á Akranesi auglýsir stöðu framkvæmdastjóra lausa til umsóknar.

Heimilið er stofnun í eigu Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar og er með skipaða stjórn og sjálfstæðan fjárhag. Heimilið er aðili að Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu.

Höfði rekur 75 rýma hjúkrunarheimili og dagdvöl að Sólmundarhöfða 5.

Nánari upplýsingar um heimilið eru á heimasíðu þess www.dvalarheimili.is

Framkvæmdastjóri hefur umsjón með daglegum rekstri heimilisins og ber ábyrgð á fjárreiðum þess í umboði stjórnar og framkvæmd þeirrar stefnu sem stjórnin hefur mótað.

Helstu verkefni og ábyrgð:

· Ábyrgð á daglegri stjórn og rekstri heimilisins.

· Ábyrgð á starfsmannamálum heimilisins.

· Ábyrgð á undirbúningi, framkvæmd og eftirfylgni rekstrar- og fjárhagsáætlana.

· Ábyrgð á bókhaldi, greiðslum, reikningagerð og uppgjörum.

· Gerð ársreiknings í samstarfi við endurskoðendur.

· Samskipti við eignaraðila, heilbrigðisyfirvöld, kröfuhafa, skuldunauta, fjármálastofnanir, endurskoðendur og aðra hagaðila.

· Rekstur og umsjón fasteigna heimilisins.

· Samningagerð.

· Sinnir öðrum þeim verkefnum sem stjórn felur honum og eðlilegt getur talist að rúmist innan verksviðs hans.

Menntunar- og hæfniskröfur:

· Menntun sem nýtist í starfi.

· Þekking og reynsla af fjármálum, mannauðsmálum, rekstri, samningagerð og áætlanagerð er skilyrði.

· Þekking og reynsla af rekstri hjúkrunarheimila eða sambærilegum stofnunum er kostur.

· Þekking á fjármálahugbúnaði og nýtingu gagna í rekstri er kostur.

· Nákvæm og öguð vinnubrögð.

  • Gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti.

· Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.

· Frumkvæði og leiðtogahæfni.

Umsóknarfrestur er til og með 20. janúar 2025.

Nánari upplýsingar um stöðu framkvæmdastjóra veitir:

Einar Brandsson, stjórnarformaður, sími 863-5959, netfang: einar.brandsson@akranes.is

Kjartan Kjartansson, framkvæmdastjóri, sími 856-4302, netfang kjartan@dvalarheimili.is

Umsókn, starfsferilskrá og kynningarbréf sendist á netfangið: einar.brandsson@akranes.is eða í gegnum tengil á alfred.is.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Auglýsing birt7. janúar 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Sólmundarhöfði 5, 300 Akranes
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FjárhagsáætlanagerðPathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.MannauðsstjórnunPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Samningagerð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar