Við óskum eftir veitustjóra
Sveitarfélagið Árborg leitar að framsæknum stjórnanda til að stýra vatns- og hitaveitu sveitarfélagsins. Selfossveitur og vatnsveita Árborgar tilheyra mannvirkja- og umhverfissvið Árborgar. Veitustjóri leiðir starfsemi vatns- og hitaveitu og tryggir að veitukerfin uppfylli þarfir samfélagsins sem og stefnu sveitarfélagsins, séu um leið skilvirk og sjálfbær. Starfið er framtíðarstarf
Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.
-
Stýrir rekstri vatns- og hitaveitu og hefur yfirumsjón með fjárfestingum veitnanna í samráði við sviðsstjóra.
-
Vinnur og leiðir samningsmál sem snúa að veitustarfsemi s.s. samningar um jarðhitaréttindi og stórar sértækar veituframkvæmdir.
-
Vinnur og mótar rekstraráætlun, fjárfestingaráætlun og launaáætlun fyrir vatns-og hitaveitu.
-
Ábyrgð á daglegum rekstri veitnanna og að þær starfi í takt við lög og reglur sem að þeim snúa.
-
Ábyrgð á að vatns- og hitaveita uppfylli hlutverk sitt sem lífæð samfélagsins þ.e. að íbúar og fyrirtæki hafi aðgang að heitu og köldu vatni.
-
Ábyrgð á starfsmannamálum veitnanna.
-
Háskólamenntun í verk- eða tæknifræði tengd veitustarfsemi.
-
Reynsla og/eða menntun í stjórnun.
-
Reynsla af áætlunargerð og verkefnastjórnun.
-
Reynsla og þekking á opinberri stjórnsýslu.
-
Færni í mannlegum samskiptum.
-
Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
-
Reynsla og þekking á veitustarfsemi er skilyrði.
-
Góð hæfni í íslensku og ensku. Hæfni í ræðu og riti.
Sveigjanlegur vinnutími