
Steinull hf.
Steinull hf hóf framleiðslu á steinullareinangrun til notkunar í byggingar í ágúst 1985. Frá byrjun hefur mikil þróun verið á framleiðslunni ásamt því að vöruframboð hefur aukist verulega í takt við þróun á byggingarmarkaði. Fljótlega eftir stofnun byrjaði útflutningur á framleiðslu verksmiðjunnar og eru þar Færeyjar, Bretland og Þýskaland með mesta magnið á liðnum árum.
Hjá Steinull eru 30 fastráðnir starfsmenn, við framleiðslu er unnið á vöktum allan sólarhringinn frá mánudagsmorgni til föstudagskvölds.
Á vefnum er hægt að nálgast og skoða þá bæklinga sem gefnir hafa verið út ásamt tæknilegum upplýsingum og vottorðum á framleiðslu. https://steinull.is/

Mannauðs- og fjármálastjóri – Steinull
Steinull hf. leitar að metnaðarfullum mannauðs- og fjármálastjóra. Mannauðs- og fjármálastjóri gegnir lykilhlutverki í rekstri fyrirtækisins og ber ábyrgð á bæði fjármálum og mannauðsmálum. Starfið krefst fjölbreyttrar reynslu og mikillar hæfni í mannlegum samskiptum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Yfirumsjón með daglegum rekstri skrifstofu, upplýsingatækni og fjárhagslegu eftirliti
- Yfirumsjón með mötuneyti og ræstingu
- Umsjón með skráningu inn- og útflutnings, hluthafaskrá og skil til opinberra aðila
- Áætlanagerð og þátttaka í stefnumótun fyrirtækisins
- Umsjón með ráðningum, móttöku og þjálfun starfsfólks
- Skipulagning fræðslu og starfsþróunar, í samstarfi við aðra stjórnendur
- Umsjón með launabókhaldi, ráðningasamningum og vinnutímaeftirliti
- Stuðningur við stjórnendur við faglegar ákvarðanir í tengslum við mannauð
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af stjórnunarstörfum og mannaforráðum
- Þekking og reynsla af fjármálum og áætlanagerð
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Gott vald á íslensku og ensku, bæði í rituðu og töluðu máli
- Sjálfstæð og fagleg vinnubrögð
- Leiðtogahæfni og skýr sýn á mikilvægi jákvæðrar vinnustaðamenningar
Auglýsing birt6. júní 2025
Umsóknarfrestur30. júní 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Skarðseyri 5, 550 Sauðárkrókur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Forstöðumaður sölu og þjónustu
Dineout ehf.

Leiðandi sérfræðingur á Heilbrigðisþjónustusviði
Sjúkratryggingar Íslands

Innheimtufulltrúi
DHL Express Iceland ehf

Sérfræðingur á sviði fagmála og hagsmunagæslu
Félag Sjúkraþjálfara

Fjármálastjóri
BSRB

Lækning - hlutastarf í móttöku og símsvörun
Lækning

Skrifstofustarf
BSRB

Specialist Treasury – Finance
Alvotech hf

Sérfræðingur í innlána- og greiðsluteymi
Reiknistofa bankanna

Sumarstarf/tímabundið starf í mannauðs- og launadeild
Hafnarfjarðarbær

Sérfræðingur í markaðsmálum og viðskiptatengslum
EFLA hf

Skólaritari í Álfhólsskóla
Álfhólsskóli