Lyfja
Lyfja er eitt elsta einkarekna apótek landsins en fyrirtækið hóf starfsemi sína með opnun Lyfju Lágmúla 1996. Í dag rekur Lyfja rúmlega 40 apótek og útibú um allt land.
Hjá Lyfju starfa í kringum 350 starfsmenn sem eiga það sameiginlegt að vera umhugað um þína vellíðan. Við erum með ólíkan bakrunn og menntun s.s. lyfjafræðingar, lyfjatæknar, förðunarfræðingar, snyrtifræðingar, hjúkrunarfræðingar og viðskiptafræðingar. Meðalaldur starfsfólk er 40 ár og meðalstarfsaldur er rúm 5 ár.
Fagmennska skiptir okkur öllu máli og því er öflugt fræðslustarf fyrir starfsmenn til að auka þekkingu og færni. Það skiptir okkur máli að starfsmenn Lyfju fái að þróast og vaxa hjá okkur.
Haustið 2015 fékk Lyfja jafnlaunavottun VR og í febrúar 2018 fékk Lyfja síðan jafnlaunavottun Velfarnaðarráðuneytisins og var á meðal 20 fyrstu fyrirtækja á Íslandi til að öðlast þá vottun.
Lyfja Blönduósi - Sala og þjónusta
Við leitum að öflugum starfsmanni í verslun Lyfju á Blönduósi.
Starfið felst í almennum afgreiðslustörfum og ráðleggingum til viðskiptavina okkar um kaup á vörum verslunarinnar. Um er að ræða skemmtilegt og fjölbreytt starf þar sem í boði eru samkeppnishæf laun og gott vinnuumhverfi.
Helstu verkefni:
- Almenn afgreiðslustörf
- Ráðgjöf til viðskiptavina um val á vörum
- Áfyllingar í verslun
- Afhending lyfja gegn lyfseðli
- Afgreiðsla á lausasölulyfjum og ráðgjöf um val og notkun þeirra
Hæfniskröfur:
- Rík þjónustulund
- Áhugi á mannlegum samskiptum
- Jákvæðni og gott viðmót
- Geta til að starfa undir álagi
- Reynsla af verslunarstörfum er kostur
- Reynsla af störfum í apóteki er kostur
Vinnutími er frá kl. 10-16 virka daga.
Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf í byrjun ágúst næstkomandi.
Nánari upplýsingar veitir Friðþjófur Már Sigurðsson, lyfsali í Lyfju Sauðárkróki, Sími 543 5700 / fridthjofur@lyfja.is
Auglýsing birt15. ágúst 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Staðsetning
Húnabraut 4, 540 Blönduós
Starfstegund
Hæfni
Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)
Hlutastarf á þjónustuborð í verslun Byko Breidd
Byko
Vaktstjóri í Fiskverslun
Fiskur og félagar ehf.
Sölufulltrúi í Blómval Skútuvogi
Blómaval
Starfsmaður á kassa- og þjónustusvæði - Skútuvogur
Húsasmiðjan
Verslun og þjónusta
Dún og fiður ehf.
Søstrene Grene óskar eftir hjartahlýjum helgarstarfsmanni
Søstrene Grene
Þjónusta í apóteki - Kringlan
Lyf og heilsa
Helgarvinna og vinna með skóla í Sportís
Sportís ehf
Apótekarinn - Flakkari
Apótekarinn
Sumarstörf í vöruhúsi Innnes
Innnes ehf.
Þjónusta í apóteki - Fjörður
Lyf og heilsa
Starfsfólk í tínslu/keyrslu - Snjallverslun Akureyri
Krónan