

Lögfræðingur
Ert þú lögfræðingur sem vilt starfa og öðlast reynslu í alþjóðlegu, fjölbreyttu og líflegu umhverfi? Ef svo er, þá erum við að leita að lögfræðingi til að ganga til liðs við öflugt lögfræðiteymi Isavia. Það eru fjölmörg og krefjandi verkefni sem lögfræðingar okkar sinna sem snúa m.a. að samningarétti, útboðsrétti, kröfurétti, félagarétti, skaðabótarétti, stjórnsýslurétti, EES-rétti og samkeppnismálum. Við leitum að einstaklingi sem nýtur sín í kviku og hröðu umhverfi og getur unnið sjálfstætt en þó í góðu samstarfi við öflugt og gott lögfræðiteymi félagsins.
Ráðið er í stöðuna tímabundið, til a.m.k. 18 mánaða en þetta er kjörið tækifæri fyrir áhugasaman einstakling að öðlast reynslu af ólíkum sviðum lögfræðinnar í fjölbreyttu umhverfi.
Helstu verkefni:
- Ráðgjöf við gerð og yfirlestur samninga og annarra löggerninga
- Yfirlestur og ráðgjöf vegna útboðsmála
- Kröfugerð fyrir hönd félagsins í skaðabóta- og innheimtumálum
- Ráðgjöf vegna vátrygginga-, skipulags- og samkeppnismála
- Rýni og skoðun á ytri kröfum frá alþjóðastofnunum, Alþingi og ráðuneytum
- Ýmis önnur margvísleg lögfræðileg verkefni
Við leitum að einstaklingi sem:
- Er með embættispróf og/eða meistarapróf í lögfræði
- Hefur reynslu af ýmsum réttarsviðum sem tengjast verkefnum teymisins
- Býr yfir hæfni til að tileinka sér nýja þekkingu hratt og vel
- Hefur vilja og getu til að vinna faglega að fjölbreyttum viðfangsefnum
- Sýnir frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Hefur góða færni í rituðu og mæltu máli á íslensku og ensku
- Býr yfir framúrskarandi færni og lipurð í samskiptum og teymisstarfi
Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri.
Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar, farsímaáskrift og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.
Umsóknarfrestur er til og með 26.október 2025.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Eyþóra Kristín Geirsdóttir forstöðumaður í gegnum netfang [email protected].
Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.
Við hvetjum áhugasama einstaklinga, óháð kyni og uppruna, til að sækja um.

