Sinfóníuhljómsveit Íslands
Sinfóníuhljómsveit Íslands

Listrænn ráðgjafi - Sinfóníuhljómsveit Íslands

Sinfóníuhljómsveit Íslands (SÍ) leitar að listrænum ráðgjafa í 50% starf til eins árs. Við leitum að skapandi, skipulögðum, drífandi og öflugum einstaklingi sem hefur breiða þekkingu og ástríðu fyrir tónlist og unun að því að vinna með fólki.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á mótun og framkvæmd listrænnar stefnu SÍ.
  • Listræn ráðgjöf við framkvæmdastjóra, listrænan stjórnanda og stjórn.
  • Listræn ráðgjöf við fræðslustjóra og markaðsstjóra.
  • Formennska í verkefnavalsnefnd hljómsveitarinnar.
  • Vinnur tillögur að dagskrá hljómsveitarinnar.
  • Samningagerð við listafólk.
  • Aðkoma að árlegri starfsáætlun og vinnuáætlun.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Yfirgripsmikil tónlistarþekking með áherslu á sígilda tónlist og samtímatónlist.
  • Góð þekking á starfsemi sinfóníuhljómsveita, hljómsveitarstjórum og einleikurum/einsöngvurum.
  • Framúrskarandi samskiptahæfni.
  • Sjálfstæði, drifkraftur og frumkvæði í starfi.
  • Góð skipulagshæfni.
  • Þekking á íslensku tónlistarlífi kostur.
  • Þekking á starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Íslands kostur.
Auglýsing stofnuð26. apríl 2024
Umsóknarfrestur15. maí 2024
Staðsetning
Austurbakki 2, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar