Breiðholtsskóli
Breiðholtsskóli

Tónmenntakennari í Breiðholtsskóla

Hefur þú áhuga á að skapandi og skemmtilegri tónmenntakennslu? Björt og rúmgóð tónmenntastofa, hljóðver og myndver.

Breiðholtsskóli auglýsir eftir tónmenntakennara í 70%-100% starf.

Breiðholtsskóli er heildstæður grunnskóli í 1. til 10. bekk með um 440 nemendur og um 75 starfsmenn. Einkunnarorð skólans eru ábyrgð, traust og tillitssemi og kjörorðin -árangur fyrir alla. Í Breiðholtsskóla er lögð áhersla á skapandi og skemmtilegt skólastarf, læsi, félagsfærni og sjálfseflingu.

Tónmenntastofan er björt og rúmgóð og við hlið hennar er fullbúinn sýningarsalur. Auk þessa er hljóðver og myndver í skólanum.

Við leitum eftir skapandi og hressum tónmenntakennara sem getur fyllt tónmenntakennsluna lífi og virkjað nemendur í skapandi vinnu með tónlist í öndvegi. Lögð er áhersla á að kynna fyrir nemendum fjölbreytta tónlistarstíla en jafnframt að gefa þeim tækifæri til sköpunar og tjáningar. Við sækjumst eftir tónmenntakennara sem getur eflt kórastarf, búið til litlar hljómsveitir og kynnt fyrir nemendum margvísleg hljóðfæri í smærri og stærri hópum. Einnig væri kostur ef viðkomandi hefði áhuga á að setja upp söngleiki í samstarfi við aðra kennara.

Umsókninni skal fylgja yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf til að nota starfsheitið grunnskólakennari auk annarra gagna er málið varðar.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.

Starfshlutfall 100%

Umsóknarfrestur 8. maí 2024

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ásta Bjarney Elíasdóttir, skólastjóri í síma 4117450 og í tölvupósti asel50@rvkskolar.is

Breiðholtsskóli

Arnarbakka 1-3

109 Reykjavík

Helstu verkefni og ábyrgð

• Að annast kennslu nemenda í samráði við skólastjórnendur.

• Að stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað starfsfólk.

• Að þróa framsækið skólastarf.

• Að bjóða upp á skapandi og skemmtilega tónmenntarkennslu.

Menntunar- og hæfniskröfur

Leyfisbréf kennara.

· Menntun og hæfni til kennslu tónmenntar.

· Reynsla og áhugi á að vinna með börnum.

· Lipurð í samskiptum og sveigjanleiki í starfi.

· Faglegur metnaður.

· Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.

· Góð tölvu- og tæknikunnátta á ýmis tónlistarforrit er kostur.

· Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti.

• Hreint sakavottorð.

Auglýsing stofnuð24. apríl 2024
Umsóknarfrestur8. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Arnarbakki 1-3, 109 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar