
Leitum að pípara til starfa
Við leitum að jákvæðum og traustum pípara til að ganga til liðs við teymið okkar. Starfið felur í sér almenna pípulagnavinnu, viðhald, nýlagnir og bilanagreiningu hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Við leggjum áherslu á fagmennsku, góða þjónustulund og áreiðanleika.
Ef þú ert handlaginn, lausnamiðaður og átt auðvelt með mannleg samskipti, þá viljum við heyra frá þér.
-
Uppsetning, viðhald og viðgerðir á pípulögnum og tækjabúnaði
-
Greining og úrbætur á bilunum
-
Þjónusta og samskipti við viðskiptavini á faglegan hátt
-
Vinna við nýframkvæmdir og endurbætur
-
Tryggja að verklag og öryggiskröfur séu ávallt uppfylltar
-
Sveinspróf í pípulagningar- eða skyldu fagi (meistarabréf kostur)
-
Reynsla af pípulögnum, viðhaldi og/eða nýframkvæmdum
-
Góð kunnátta í lestur teikninga og verklýsinga
-
Jákvæðni og fagleg þjónustulund í samskiptum við viðskiptavini
-
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
-
Bílpróf skilyrði
-
Samkeppnishæf laun í samræmi við reynslu og hæfni
-
Fyrirtækjabíll eða bílastyrkur eftir samkomulagi
-
Góðan vinnubúnað og nauðsynleg verkfæri
-
Fjölbreytt verkefni og faglegan starfsþróunarmöguleika
-
Gott vinnuumhverfi í sterkum og samhentum hópi













