Sveitarfélagið Ölfus
Sveitarfélagið Ölfus

Leitum að góðum stuðningsfulltrúum. Vertu með í frábærum hóp

Við í Grunnskólanum í Þorlákshöfn leitum að stuðningsfulltrúum fyrir næsta skólaár. Ráðið
verður í stöðurnar frá og með 15. ágúst 2025. Í skólanum eru um 280 nemendur og
starfsmenn eru um 60 talsins. Skólinn vinnur samkvæmt hugmyndafræði Uppeldis til
ábyrgðar og teymiskennslu auk þess sem unnið er að innleiðingu leiðsagnarnáms. Þá tekur
skólinn þátt í verkefninu um Grænfána og Heilsueflandi skóla. Einkunnarorð skólans eru
vinátta, virðing og velgengni.

Viltu vita meira? Kíktu þá á heimasíðuna okkar: https://www.olfus.is/grunnskolinn.

Um er að ræða stöður þar sem ráðningahlutfall er 80-100%.

Helstu verkefni og ábyrgð

Aðstoða nemendur í daglegu skólastarfi og í Frístund eftir hádegi

Styðja við félagslega og námslega færni

Vinna náið með kennurum og öðru starfsfólki

Menntunar- og hæfniskröfur

Góð almenn menntun - stuðningsfulltrúanám eða uppeldismenntun er kostur.
Góð íslenskukunnátta.
Áhugi á að starfa með börnum.
Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum.
Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
Stundvísi og áreiðanleiki er skilyrði.

Auglýsing birt25. apríl 2025
Umsóknarfrestur9. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Egilsbraut 35, 815 Þorlákshöfn
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Þolinmæði
Starfsgreinar
Starfsmerkingar