Lágafellsskóli
Lágafellsskóli
Lágafellsskóli

Skemmtilegt sumarstarf í frístund

Lágafellsskóli óskar eftir frístundaleiðbeinendum í sumarfrístund

Við leitum að starfsfólki sem hefur náð 18 ára aldri og hefur áhuga á að vinna með börnum.

Um er að ræða skemmtilegt frístundanámskeið fyrir börn á aldrinum 6-9 ára í júní og ágúst.

Frístundaleiðbeinendur taka þátt í að skipuleggja og framfylgja dagskrá á sumarnámskeiði, ásamt því að leiðbeina börnum í leik og starfi í samvinnu við samstarfsfólk. Sumarfrístundin er frá 10.-20.júní og 8.-20.ágúst. Vinnutíminn er virka daga kl 8:00-16:00. Einnig er hægt að óska eftir að vinna ekki allt tímabilið.

Möguleiki er á áframhaldandi hlutastarfi eða fullu starfi í haust.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Að taka þátt í dagskrá og skipulagi starfsins
  • Leiðbeina og tryggja þátttöku barnanna 
  • Koma með hugmyndir og taka þátt í undirbúningi fyrir starfið
  • Ýta undir leik, sköpun og gleði í starfinu
  • Skapa öruggt umhverfi þar sem öllum líður vel
  • Geta leyst úr ágreiningum og leiðbeint í samskiptum
  • Ýta undir vinsemd og styðja börnin í að læra á eigin tilfinningar
  • Geta stigið inn í fjölbreytt hlutverk og verkefni eftir þörfum og hæfni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Lágmarksaldur er 18 ára
  • Góð íslenskukunnátta
  • Áhugi á starfi með börnum
  • Jákvætt og lausnamiðað hugarfar
  • Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður.
  • Samskipta- og samvinnuhæfni
  • Þolinmæði og umhyggjusemi
  • Hæfni til þess að lesa í aðstæður
  • Hreint sakavottorð 
Umsóknarfrestur er til og með 30.maí 2025

Umsóknir skulu innihalda starfsferilskrá. Valkvætt er að senda með kynningarbréf sem greinir frá fyrri reynslu, áhuga og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.

Nánari upplýsingar veitir Hrafnhildur Sif Þórólfsdóttir, aðstoðarforstöðumaður í frístund Lágafellsskóla, í gegn um tölvupóstfangið [email protected] eða fyrir hádegi í síma 896-2682. 

Um tímabundin hlutastörf er að ræða. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands Íslenskra Sveitafélaga og viðkomandi stéttarfélags. Við hvetjum áhugasöm til að sækja um óháð kyni, aldri, uppruna eða fötlun. 

Auglýsing birt29. apríl 2025
Umsóknarfrestur31. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Lækjarhlíð 1, 270 Mosfellsbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar