
Að stjórna jafningjum - aðstoðarleikskólastj.
Leikskólinn Reynisholt auglýsir starf aðstoðarleikskólastjóra. Starfið er laust frá 1. mars eða eftir samkomulagi.
Reynisholt er fjögurra deilda leikskóli við Gvendargeisla 13, 113 Reykjavik þar sem lögð er áhersla á lífsleikninám í gegnum snertingu og jóga ásamt umhverfismennt og bernskulæsi.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Leikskólinn tekur þátt í þróunarverkefninu Leikur, styðjandi samskipti og lærdómssamfélags með RannUng.
Kynningarmyndband af leikskólastarfinu er á www.reynisholt.is
Helstu verkefni og ábyrgð
Vinna með leikskólastjóra að daglegri stjórnun leikskólans og skipulagningu kennslu- og uppeldisstarfsins.
Vera staðgengill leikskólastjóra í fjarveru hans.
Taka þátt í stefnumótun og áætlanagerð leikskólans.
Sjá um samskipti og samvinnu við foreldra í samráði við leikskólastjóra.
Vera faglegur leiðtogi.
Sinna öðrum verkefnum sem leikskólastjóri felur honum.
Hæfniskröfur
Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf sem leikskólakennari.
Reynsla af starfi í leikskóla.
Reynsla af stjórnun er æskileg.
Frumkvæði og vilji til að leita nýrra leiða.
Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
Áhugi og/eða reynsla af að leiða þróunarstarf.
Góð tölvukunnátta.
Góð íslenskukunnátta.











