
Hjallastefnan leikskólar ehf.
Hjallastefnan ehf er framsækið menntafyrirtæki í eigu áhugafólks um skólastarf. Drifkrafturinn í rekstri Hjallastefnunnar er sú skólahugsjón sem allt starf Hjallastefnunnar byggir á. Starfsfólk fyrirtækisins trúir því staðfastlega að starf þeirra skipti miklu máli og að það eigi með vinnu sinni þátt í því að skapa betri framtíð fyrir börn þessa lands. Jafnréttisuppeldi, jákvæðni, agi, skapandi hugsun, félagsþjálfun og einstaklingsstyrking eru innviðir í námskrá Hjallastefunnar sem við teljum að geti skipt sköpum í þroska þeirra einstaklinga sem okkur er treyst fyrir. Einnig er trú okkar að öflugt fyrirtæki í sjálfstæðum skólarekstri geti skapað nýjungar og unnið að tilraunaverkefnum sem veiti hinu opinbera kerfi nauðsynlegt og tímabært aðhald í því að efla fagstarf sitt og þjónustu – öllum börnum til hagsbóta. Skólar Hjallastefnunnar starfa ákaflega sjálfstætt undir stjórn síns leik- eða grunnskólastjóra sem hefur yfirumsjón með og ber ábyrgð á daglegum rekstri skólans. Þannig hefur hver skóli sitt eigið andrúmsloft og sína eigin menningu en allir starfa þeir þó að sameiginlegu markmiði og eftir sömu námskrá sem liggur til grundvallar öllum þáttum fagstarfsins.

Leikskólinn Eyrarskjól - Stuðningsfulltrúi
Kæri vinur/vinkona, vertu velkomin á Leikskólann okkar Eyrarskjól á Ísafirði! ☀️
Við leitum að jákvæðum og lífsglöðum einstakling sem til er í að tileinka sér starfshætti Hjallastefnunnar af gleði og kærleika.
Við erum að leita að stuðningsfulltrúa með 5 ára börnum í 100% starf sem getur hafið störf sem fyrst, en í síðasta lagi í byrjun janúar.
Viðkomandi þarf að sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og hafa áhuga á jafnrétti og lýðræði í skólastarfi.
Leikskólinn Eyrarskjól er 5 kjarna leikskóli staðsettur á Ísafirði þar sem unnið er eftir hugmyndafræði Hjallastefnunnar.
Í Eyrarskjóli er skemmtilegt starfsfólk, einstök vinnustaðamenning og jákvæður skólabragur.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Að vinna að uppeldi og menntun ungra barna
- Hafa gaman í vinnunni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leikskólakennari eða önnur uppeldismenntun
- Reynsla af vinnu með börnum
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Frumkvæði í starfi
- Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum
- Góð íslenskukunnátta
Fríðindi í starfi
- Starfsfólk er í fríu fæði
- Vinnustytting
Auglýsing birt12. nóvember 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Eyarargata 1
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiJákvæðniKennariSjálfstæð vinnubrögð
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Viltu vera hluti af teymi sem lætur þúsund blóm blómstra?
Selásskóli

Skóla- og frístundaliðar í Krakkaberg - Setbergsskóli
Hafnarfjarðarbær

Leikskólinn Eyrarskjól - Leikskólakennari/Leiðbeinandi
Hjallastefnan leikskólar ehf.

Þroskaþjálfi eða leikskólasérkennari
Marbakki

Verkefnastóri málörvunar
Leikskólinn Holt

Leikskólakennari óskast í leikskólann Kirkjuból
Leikskólinn Kirkjuból

Leikskólakennari - Fullt starf / tímavinna
Leikskólinn Vinagerði

Leiðbeinandi
Svalbarðsstrandarhreppur

Leikskólakennari
Svalbarðsstrandarhreppur

Laus staða deildarstjóra frá 1. janúar 2026
Leikskólinn Leikholt

þjálfun iðkenda með fötlun í íþróttum
Gerpla

Viltu kenna bifvélavirkjun?
Borgarholtsskóli