

Viltu vera hluti af teymi sem lætur þúsund blóm blómstra?
Viltu vinna í skóla þar sem samvinna, gleði og virðing eru ekki bara orð á veggjum, heldur lifandi hluti af hversdeginum?
Selásskóli leitar að skapandi og metnaðarfullum umsjónarkennara á miðstigi til að slást í frábært kennarateymi okkar á yfirstandandi skólaári.
Við leitum að kennara sem:
🌿 hefur gaman af að vinna með börnum
📚 nýtur þess að vinna í teymi og finna nýjar leiðir til að vekja áhuga nemenda
💡 trúir því að læsi, umhverfisvitund, STEM og gleði geti farið hönd í hönd
🤝 er lipur í samskiptum, sveigjanlegur og leggur sitt af mörkum til jákvæðrar skólamenningar
Í Selásskóla er gott andrúmsloft, traust á milli starfsfólks og rík áhersla á skapandi og fjölbreytt skólastarf. Við leggjum okkur fram um að hver nemandi fái að blómstra – og það sama á við um starfsfólkið.
Starfshlutfall: 80–100%
Laun samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ
Umsóknarfrestur: 26. nóvember 2025
Annast kennslu nemenda í samráði við skólastjórnendur, aðra kennara og foreldra.
Vinna að þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsmönnum.
Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk. Vinna samkvæmt stefnu skólans og taka þátt í skólaþróunarvinnu.
Kennsluréttindi og hæfni til kennslu á miðstigi
Reynsla af kennslu grunnskólabarna er kostur
Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti
Frumkvæði, faglegur metnaður og góð samvinnufærni
Hreint sakarvottorð
sundkort
Íslenska
Enska










