Austurkór
Austurkór
Austurkór

Viltu koma og starfa með geggjuðum hóp í Austurkór?

Leikskólinn Austurkór er sex deilda leikskóli á yndislegum stað við Vífilstaðahlíð. Í leikskólanum eru 100 börn á aldrinum eins – sex ára. Við leggjum áherslu á góðan starfsanda, liðsheild, jákvæð samskipti og lausnamiðaða hugsun. Við leitum nú að leikskólakennara

Athygli er vakin á því að hjá Kópavogsbæ er 6 tíma gjaldfrjáls leikskóli, aukin sveigjanleika í opnunartíma leikskóla og takmarkanir í dymbilviku, milli jóla og nýárs og vetrarfríum. Hér má sjá meira um sex tíma gjaldfrjálsan leikskóla og aukinn sveigjanleika Sex tíma gjaldfrjáls leikskóli og aukinn sveigjanleiki | Kópavogur

Starfshlutfall er 100% og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Einkunnarorð Austurkórs eru samvinna, lýðræði og atorka. Heimasíðan okkar er Leikskólinn Austurkór

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinnur að uppeldi og menntun barna.
  • Tekur þátt í gerð skólanámskrár, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir leiðsögn leikskólastjóra.
  • Tekur þátt í faglegu starfi deildarinnar.
  • Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barna á deildinni.
  • Sinnir verkefnum er varða uppeldi og menntun barna í leikskólanum.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólakennaramenntun eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Sjálfstæð vinnubrögð. 
  • Lipurð og sveiganleiki í samskiptum.
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
  • Brennandi áhugi á starfi með börnum.
  • Reynsla af leikskólastarfi æskileg.
  • Íslenskukunnátta á stigi B1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum. Evropski-tungumalaramminn.pdf
Fríðindi í starfi

Vinnustytting sem felst í styttri vinnutíma og fríi í vetrarfríi, páskafríi og jólafríi.

Frítt í sund eftir þriggja mánaða samfellda vinnu.

Líkamsræktarstyrkur frá Kópavogsbæ.

Frír morgunmatur, hádegismatur og nónhressing.

Auglýsing birt10. nóvember 2025
Umsóknarfrestur24. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Austurkór 1, 203 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁreiðanleikiPathCreated with Sketch.AðlögunarhæfniPathCreated with Sketch.DrifkrafturPathCreated with Sketch.FagmennskaPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.HugmyndaauðgiPathCreated with Sketch.KennslaPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.NákvæmniPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Umönnun (barna/aldraðra/fatlaðra)PathCreated with Sketch.Vinna undir álagiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar