

Viltu koma og starfa með geggjuðum hóp í Austurkór?
Leikskólinn Austurkór er sex deilda leikskóli á yndislegum stað við Vífilstaðahlíð. Í leikskólanum eru 100 börn á aldrinum eins – sex ára. Við leggjum áherslu á góðan starfsanda, liðsheild, jákvæð samskipti og lausnamiðaða hugsun. Við leitum nú að leikskólakennara
Athygli er vakin á því að hjá Kópavogsbæ er 6 tíma gjaldfrjáls leikskóli, aukin sveigjanleika í opnunartíma leikskóla og takmarkanir í dymbilviku, milli jóla og nýárs og vetrarfríum. Hér má sjá meira um sex tíma gjaldfrjálsan leikskóla og aukinn sveigjanleika Sex tíma gjaldfrjáls leikskóli og aukinn sveigjanleiki | Kópavogur
Starfshlutfall er 100% og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Einkunnarorð Austurkórs eru samvinna, lýðræði og atorka. Heimasíðan okkar er Leikskólinn Austurkór
- Vinnur að uppeldi og menntun barna.
- Tekur þátt í gerð skólanámskrár, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir leiðsögn leikskólastjóra.
- Tekur þátt í faglegu starfi deildarinnar.
- Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barna á deildinni.
- Sinnir verkefnum er varða uppeldi og menntun barna í leikskólanum.
- Leikskólakennaramenntun eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Sjálfstæð vinnubrögð.
- Lipurð og sveiganleiki í samskiptum.
- Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
- Brennandi áhugi á starfi með börnum.
- Reynsla af leikskólastarfi æskileg.
- Íslenskukunnátta á stigi B1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum. Evropski-tungumalaramminn.pdf
Vinnustytting sem felst í styttri vinnutíma og fríi í vetrarfríi, páskafríi og jólafríi.
Frítt í sund eftir þriggja mánaða samfellda vinnu.
Líkamsræktarstyrkur frá Kópavogsbæ.
Frír morgunmatur, hádegismatur og nónhressing.
Íslenska










