Leikskóli Húnabyggðar
Leikskóli Húnabyggðar óskar eftir að ráða leikskólakennara/leiðbeinanda
Um er að ræða tvær stöður:
-
50% stöðu á ungbarnadeild
-
100 % stöðu vegna afleysingar
Viðkomandi þarf að geta hafið störf strax
Umsóknarfrestur er til og með 17. nóv. 2024
Leikskóli Húnabyggðar starfar á þremur starfstöðvum sem allar eru staðsettar á Blönduósi. Leikskólinn er 5 deilda með nemendur á aldrinum 12 mánaða til 5 ára, alls um 73 börn.
-
Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara.
-
Tilbúinn að taka þátt í öflugri starfsþróun og mótun leikskólans.
-
Leikskólakennaranám eða annað kennaranám sem veitir leyfisbréf til kennslu.
-
Starfsmaður geti sýnt frumkvæði, sjálfstæði og hafi faglegan metnað fyrir starfi sínu.
-
Mikilvægt er að viðkomandi eigi auðvelt með mannleg samskipti.
-
Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttvísi, stundvísi og áreiðanleika í starfi.
-
Góð íslenskukunnátta, skilyrði.
-
Hreint sakavottorð skv. lögum um leikskóla.