Leikskólinn Brákarborg
Í Brákarborg eru 120 börn skipt niður á sex deildir. Unnið er með opinn efnivið, jákvæðan aga og LAUSNAHRINGINN. Brákarborg er einn af elstu leikskólum í Reykjavík og hóf starfsemi sína árið 1952 í húsnæði að Brákarsundi 1.
Við erum með 36 stunda vinnuviku fyrir fulla vinnu frá janúar 2021.
Við erum í grónu hverfi milli Kleppsvegar og Sæviðarsunds og við Holtaveg til móts við Frístundamiðstöðina Glaðheima. Stutt er í Laugardalinn sem hefur upp á margt að bjóða og nýtist vel í leikskólastarfinu allan ársins hring.
Leikskólasérkennari / þroskaþjálfi
Við leggjum áherslu á sjálfstæði barna og vinnum með jákvæðan aga í gegnum LAUSNAHRINGINN. Unnið er eftir hugmyndafræði Caroline Pratt og John Dewey. Brákarborg er Hinseginvænn starfsstaður sem hefur hlotið Regnbogavottun Reykjavíkurborgar. Því er vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Að veita barni með sérþarfir leiðsögn og stuðning í samstarfi við sérkennslustjóra og Lausnateymi ásamt deild barns.
- Að eiga samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa.
- Að vinna að gerð einstaklingsnámskráa og fylgja þeim eftir.
- Að sinna þeim verkefnum er varða sérkennslu, og öðrum störfum innan leikskólans, sem yfirmaður felur honum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leikskólakennaramenntun eða önnur sambærileg menntun
- Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með börnum
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Góð færni í samskiptum
- Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
- Góð íslenskukunnátta - hæfni B1
Fríðindi í starfi
- Sundkort
- Menningarkort
- Heilsuræktarstyrkur
- 36 stunda vinnuvika fyrir fullt starf
- Samgöngustyrkur
Auglýsing birt31. október 2024
Umsóknarfrestur18. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Ármúli 28, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðSkipulag
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Laus staða í Marbakka
Leikskólinn Marbakki
Leikskólakennari
Urriðaból Garðabæ
Dönskukennari í hlutastarf fram að áramótum
Landakotsskóli
Umsjónarkennari á miðstigi í Álfhólsskóla
Álfhólsskóli
Viltu slást í hópinn með okkur!
Leikskólinn Múlaborg
Leikskólakennari - Langholt
Leikskólinn Langholt
Leikskólar LFA - Viltu vera með ?
LFA ehf.
Tónlistarkennari óskast
Fjarðabyggð
Leikskólakennari við Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla
Fjarðabyggð
Starfsmaður á leikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær
Þroskaþjálfi eða einstaklingur með sambærilega menntun og/eða reynslu
Víkurskóli
Þroskaþjálfi
Breiðagerðisskóli