

Leikskólakennari/leiðbeinandi í Brákarborg
Leikskólinn Brákarborg leitar að öflugum leikskólakennara eða öðrum með sambærilega menntun/reynslu í starfsmannahópinn okkar.
Við leggjum áherslu á sjálfstæði barna og starfsfólks og vinnum með jákvæðan aga þar sem Lausnahringurinn er okkar aðal verkfæri. Unnið er eftir hugmyndafræði Caroline Pratt með einingakubba og John Dewey með áherslu á að læra af reynslunni.
Brákarborg er Hinseginvænn starfsstaður sem hefur hlotið Regnbogavottun Reykjavíkurborgar og þar er fjölbreytileikanum í öllum sínum myndum fagnað.
Einkunnarorð Brákarborgar eru: Agi - Virðing – Umhyggja.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Leikskólinn er fyrsta skólastigið. Gerð er krafa um íslenskukunnáttu B1 skv. evrópskum tungumálaramma. Það er mjög nauðsynlegt að starfsfólk okkar hafi a.m.k. hæfni B1 í íslensku.
Einnig verður horft til annarrar reynslu og/eða menntunnar við ráðningu í starfið.
Starfið er laust frá og með 17. nóvember eða eftir samkomulagi.
Nánari upplýsingar um starfið veita María Björnsdóttir leikskólastjóri eða Georg Atli aðstoðarleikskólastjóri í síma 411-3120 og í tölvupósti [email protected]
Uppeldi og menntun:
- Vinnur að uppeldi og menntun barnanna.
- Fylgist vel með velferð þeirra og hlúir að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þau fái notið sín sem einstaklingar.
Stjórnun og skipulagning:
- Tekur þátt í gerð skólanámskrár, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra.
- Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs deildarinnar undir stjórn deildarstjóra.
Foreldrasamvinna:
- Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna.
- Situr foreldrafundi, sem haldnir eru á vegum leikskólans.
Annað:
- Tekur þátt í samstarfi við ýmsar stofnanir og sérfræðinga sem tengjast leikskólanum í samráði við deildarstjóra.
- Situr starfsmannafundi og aðra fundi er yfirmaður segir til um og varðar starfsemi leikskólans.
- Sinnir þeim verkefnum er varðar uppeldi og menntun barnanna sem yfirmaður felur honum.
Leyfisbréf leikskólakennara.
Einnig verður horft til annarrar reynslu og/eða menntunnar við ráðningu í starfið.
- Menningarkort – bókasafnskort
- Samgöngustyrkur
- Sundkort
- 36 stunda vinnuvika fyrir fullt starf
- Heilsuræktarstyrkur












