

Deildarstjóri í Brákarborg
Við leitum að deildarstjóra sem er tilbúinn að vinna í stjórnendateymi Brákarborgar.
Í augnablikinu erum við með starfsemi í Brákarsundi 1, 104 Reykjavík en við stefnum á að flytja til baka í glæsilegt húsnæði okkar við Kleppsveg 150-152 í lok þessa árs.
Við leggjum áherslu á sjálfstæði barna og starfsfólks og vinnum með jákvæðan aga þar sem Lausnahringurinn er okkar aðal verkfæri. Unnið er eftir hugmyndafræði Caroline Pratt með einingakubba og John Dewey með áherslu á að læra af reynslunni.
Brákarborg er Hinseginvænn starfsstaður sem hefur hlotið Regnbogavottun Reykjavíkurborgar og þar er fjölbreytileikanum í öllum sínum myndum fagnað.
Einkunnarorð Brákarborgar eru: Agi - Virðing – Umhyggja.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Helstu verkefni deildarstjóra eru að skipuleggja starfið í samstarfi við aðra stjórnendur. Deildarstjóri er ábyrgur fyrir foreldrasamskiptum og velferð barna og starfsfólks deildarinnar. Hann er einnig ábyrgur fyrir samskiptum við verkefnastjóra og sérkennslustjóra. Einnig sér deildarstjóri um að halda utan um mönnun sinnar deildar í tengslum við styttingu vinnuvikunnar.
- Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf kennara
- Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum er mikilvæg
- Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
- Færni til að nýta sér tölvur í starfi
- Góð íslenskukunnátta (a.m.k. B2 skv. evrópska tungumálarammanum)
- Menningarkort – bókasafnskort
- Samgöngustyrkur
- Sundkort
- 36 stunda vinnuvika fyrir fullt starf
- Heilsuræktarstyrkur












