

Leikakólakennari
Heilsuleikskólinn Urriðaból er sex deilda leikskóli sem opnaði í september 2022. Skólar ehf. er um 20 ára gamalt félag sem rekur nú þegar fjóra heilsuleikskóla í sveitarfélögunum Reykjanesbæ, Grindavík, Kópavogi og Reykjavík.
Allir leikskólarnir innan vébanda Skóla ehf. starfa í anda Heilsustefnunnar sem kjarnast um heilsu og lífsgæði nemenda, starfsfólks og nærsamfélagsins.
Einkunnarorð okkar er „heilbrigð sál í hraustum líkama“
Leikskólakennari óskast til starfa í ágúst 2023 eða eftir samkomulagi, í heilsuleikskólanum Urriðaból, Garðabæ.
Ef ekki fæst leikskólakennari til starfa kemur til greina að ráða einstakling með aðra uppeldismenntun eða starfsreynslu.
Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Gunnarsdóttir leikskólastjóri [email protected] eða í síma 570-4920.
Umsóknarfrestur er til 14 júní 2023.











