Leikskólinn Mánaland
Leikskólinn Mánaland
Leikskólinn Mánaland

Laust starf matráðs í móttökueldhúsi á leikskólanum Mánalandi

Leikskólinn Mánaland óskar eftir að ráða matráð í móttökueldhúsi. Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á að ganga til liðs við hóp faglegs starfsfólks, taka þátt í að þróa starfið ásamt því að vera hluti af samfélaginu. Skólinn er nýfluttur í glæsilegt nýtt húsnæði í Vík sem hannaður er sem 60 barna, þriggja deilda leikskóli þar sem lögð var áhersla á góða hljóðvist og góða aðstöðu í alla staði fyrir börn og starfsfólk.
Leikskólinn Mánaland er heilsueflandi leikskóli staðsettur í Vík í Mýrdal. Lögð er áhersla á holla og góða næringu auk góðrar almennrar lýðheilsu. Mánaland er fjölmenningarlegur leikskóli og teljum við að öll börn geti notið sín á sínum forsendum. Styrkleiki leikskólans felst í fjölbreytni; það er í lagi að vera ólíkur öðrum. Við leikum, lærum og eigum samskipti án fordóma. Lögð er áhersla á að efla samvinnu og samkennd í barnahópnum auk þess að byggja upp jákvæða sjálfsmynd allra barna þannig að þau geti sýnt styrkleika sína og þekkingu.

Um framtíðarstarf er að ræða og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf ekki síðar en 5. ágúst 2025. Starfshlutfall er 100%. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Laun er samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Umsókn með ferilskrá skal senda í tölvupósti á netfangið [email protected] eða í gegnum vefinn Alfred.is.

Umsóknarfrestur er til og með 21. júlí 2025. Gert er ráð fyrir að ráðningar taki gildi sem fyrst.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Erla Jóhannsdóttir leikskólastjóri í Mánalandi í tölvupósti á netfangið [email protected]

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Eftirlit með birgðastöðu vara og hreinlætisefna í samstarfi við leikskólastjóra
  • Umsjón með þvottahúsi, bæði þvotti og þrifum á vélum og búnaði
  • Umsjón og ábyrgð á matvælum og að halda matarsóun í lágmarki
  • Uppvask og frágangur í eldhúsi eftir máltíðir
  • Almenn þrif í eldhúsi, þvottahúsi og á kaffistofu starfsfólks
  • Skráning á þar til gerð eyðublöð í möppu inni í eldhúsi. Gæðaeftirlit í samstarfi/ráði við leikskólastjóra
  • Þátttaka í starfsmannafundum ásamt því að sinna öðrum tilfallandi verkefnum sem leikskólastjóri felur viðkomandi
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Þekking og/eða reynsla af sambærilegu starfi er kostur
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði (á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum).
  • Þekking og/eða reynsla af leikskólaumhverfi
  • Áhugi á að tileinka sér þekkingu á stefnu og reglum leikskólans, öryggis- og hreinlætismálum
  • Góð samskipta- og samstarfshæfni ásamt ríkri þjónustulund
  • Frumkvæði, sjálfstæði, tímastjórnun og skipulögð vinnubrögð
  • Þekking á ofnæmis- og sérfæði fyrir börn
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Stundvísi, góð ástundun og reglusemi
  • Hreint sakavottorð
Auglýsing birt30. júní 2025
Umsóknarfrestur21. júlí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Mánabraut 3-5, 870 Vík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Fljót/ur að læraPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Umönnun (barna/aldraðra/fatlaðra)
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar