
Austurkór
Leikskólinn Austurkór er staðsettur við götuna Austurkór í Kórahverfinu í Kópavogi. Í leikskólanum eru 120 börn á sex deildum.
Austurkór er lifandi leikskóli í stöðugri þróun þar af leiðandi er skólanámskráin okkar flæðandi. Hún er síbreytileg og tekur mið af því fólki sem er í skólanum hverju sinni, hæfni þeirra og reynslu. Í Austurkór leggjum áherslu á góðan og uppbyggilegan starfsanda. Við viljum að virðing, heiðarleiki og umburðarlyndi ríki í samskiptum starfsfólks. Við viljum skapa það starfsumhverfi að hver og einn geti nýtt hæfni sína og vaxið í starfi. Við leiðbeinum hvert öðru af umhyggju og styðjum í starfi, því okkar leiðarljós er samvinna.
Við viljum að börnin sem útskrifast úr skólanum hafi öðlast færni í að vinna í hóp, hlusta á aðra, sýna virðingu og samhygð. Að börnin séu meðvituð um að þau séu virkir þegnar í þjóðfélaginu og hafi rödd sem heyrist. Þau séu atorkusöm og hafi úthald, seiglu og trú á eigin getu.

Matráður óskast
Við í leikskólanum Austurkór erum að leita að menntuðum matráð. Austurkór er 6 deilda leikskóli með 107 börnum og 30 starfsmönnum. Við viljum að maturinn okkar sé eldaður frá grunni og sé hollur og góður. Við leitum eftir matráði í 100% starf sem myndi sjá um morgunmat, hádegismat og nónhressingu ásamt tilfallandi verkefnum á tillidögum. Matráður ásamt aðstoðarmatráði sjá um kaffistofu starfsmanna og þvottahús leikskólans.
Helstu verkefni og ábyrgð
Helstu verkefni eru að bera ábyrgð á almennri matargerð og umgengni í eldhúsi, kaffistofu og þvottahúsi ásamt aðstoðarmatráð.
Menntunar- og hæfniskröfur
Leyfi til að starfa sem matráður og/eða kokkur.
Fríðindi í starfi
Frír hádegismatur í boði.
Sundkort í sundlaugar Kópavogs.
Stytting vinnuviku.
Vetrarfrí, frí í dymbilviku og jólafrí.
Auglýsing birt5. júní 2025
Umsóknarfrestur17. júlí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Austurkór 1, 203 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
EldhússtörfFramreiðsla
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Laust starf matráðs í móttökueldhúsi á leikskólanum Mánalandi
Leikskólinn Mánaland

Starf í sérfæðisdeild
Skólamatur

Matreiðslumaður
Ráðlagður Dagskammtur

Chef for a Culinary Adventure
Berunes

Aðstoðarkokkur / Matráður í veitingasölu Hámu
Félagsstofnun stúdenta

Chef
Deplar Farm - Eleven Experience

Yfirmatreiðslumaður
SÁÁ

Matráður óskast
Borgarbyggð

Vaktstjóri í eldhúsi / Sous Chef
Jörgensen Kitchen & Bar

Starfsfólk óskast í dagvinnu hjá Hlöllabátum
Hlöllabátar

Aðstoðarmatráður í mötuneyti á Varmalandi
Borgarbyggð

Matráður óskast
Leikskólinn Garðasel