
Brimborg
Brimborg er eitt öflugasta fyrirtæki landsins á bílamarkaði með umboð fyrir mörg af þekktustu bílamerkjum heims eins og Volvo, Ford, Polestar, Mazda, Citroën, Peugeot og Opel ásamt Volvo vörubílum, Volvo vinnuvélum og Volvo Penta bátavélum. Brimborg er umsvifamikið í innflutningi, sölu, þjónustu og útleigu á farar- og flutningatækjum til atvinnurekstrar eða einkanota og býður meðal annars hjólbarða frá Nokian og útleigu bíla frá Dollar og Thrifty. Fyrirtækið rekur í dag bílaumboð, bílasölu fyrir fólksbifreiðar, atvinnubíla- og atvinnutæki, bílaleigu og víðtæka varahluta- og verkstæðisþjónustu fyrir bíla og atvinnutæki.
Starfsstöðvar Brimborgar eru í dag átta talsins í Reykjavík, Hafnarfirði, Reykjanesbæ og á Akureyri. Þótt auður hvers fyrirtækis felist að miklu leyti í góðu skipulagi og rekstri er mannauðurinn ekki síður mikilvægur. Þar hefur Brimborg miklu láni að fagna og margir af ríflega 300 starfsmönnum fyrirtækisins hafa starfað hjá því í yfir 20 ár. Þetta er þrautþjálfað fólk með mikla reynslu og þekkingu og slík tryggð starfsmanna við fyrirtæki í harðri samkeppni er ómetanleg.
Brimborg býður upp á breitt úrval starfa, tímabundin sem og ótímabundin og tökum vel á móti nemum til okkar sem hyggjast stefna að fagmennsku í bifvélavirkjun og/eða vélvirkjun. Öll okkar verkstæði eru gæðavottuð frá Bílgreinasambandinu en Brimborg rekur alls 10 verkstæði.

Lagerfulltrúi í vöruhúsi hjá Brimborg
- Staðsetning: Bíldshöfði 6 og 8, Reykjavík
- Fullt starf
Brimborg leitar að duglegum og áreiðanlegum einstaklingi í fjölbreytt starf í vöruhúsi fyrirtækisins. Við leggjum áherslu á aga og vönduð vinnubrögð ásamt snyrtilegri umgengni.
Brimborg er eitt öflugasta fyrirtæki landsins á bílamarkaði með umboð fyrir mörg af þekktustu bílamerkjum heims eins og Mazda, Peugeot, Opel, Ford, Volvo og Polestar.
Við leitum að einstaklingi sem:
- Er skipulagður, samviskusamur og metnaðarfullur
- Nýtur sín í krefjandi og markmiðadrifnu umhverfi
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vörumóttaka og vörupökkun
- Vörudreifing
- Áfylling og afgreiðsla í vöruturn
- Þjónusta við verkstæði
- Útkeyrsla
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af lagerstörfum æskileg
- Gilt bílpróf, skilyrði
- Lyftararéttindi og reynsla af vöruhúsakerfum er kostur
- Góð tölvu- og tungummálakunnátta (íslenska og enska)
- Frumkvæði, snyrtimennska og stundvísi
- Heiðarleiki, sjálfstæð vinnubrögð og góð þjónustulund
Fríðindi í starfi
Við bjóðum:
- Skemmtilegt og fjölbreytt starf hjá metnaðarfullu fyrirtæki
- Öflugt starfsmannafélag með viðburðum og félagslífi
- Fjölbreytt fríðindi samkvæmt mannauðsstefnu Brimborgar
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Afslættir af vöru og þjónustu
- Árlegur íþrótta- og heilsustyrkur
- Frí á afmælisdegi
Auglýsing birt13. nóvember 2025
Umsóknarfrestur24. nóvember 2025
Tungumálahæfni
EnskaNauðsyn
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Hádegismóar 8, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiLagerstörfÖkuréttindiSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðStundvísiÚtkeyrslaÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Starfsmaður á lager í verksmiðju Freyju
Freyja

Lagerstarfsmaður óskast.
Parki

Warehouse Agent - Innkaupa og varahlutadeild Icelandair
Icelandair

Lagerstjóri - Krónan Selfoss
Krónan

Starf í framleiðslu og á lager
Fóðurblandan

Sendibílstjóri / Driver
RMK ehf

Lagerstarf - Varahlutir - Bifreiðar
Vélrás

Starf á lager
Fastus

Starfsmaður óskast í vöruhús Líflands
Lífland ehf.

Sölumaður á lagnasviði
Set ehf. |

Starf í vöruhúsi Set Reykjavík
Set ehf. |

Heimsendingar á kvöldin (tímabundið)
Dropp