
Kúnígúnd
Verslunin Kúnígúnd ehf. var stofnuð árið 1982 og var fyrst um sinn til húsa í Hafnarstræti 9. Árið 1985 fluttist svo verslunin á Skólavörðustíginn, óx þar og dafnaði til ársins 2002 en þá fluttist hún á Laugaveg 53b. Árið 2008 opnaði Kúnígúnd aðra verslun í Kringlunni sem haustið 2017 var flutt í stærra rými innan Kringlunnar þar sem opnuð var glæsileg verslun og vöruúrvalið þrefaldað. Haustið 2016 opnaði Kúnígúnd á Glerártorgi, Akureyri og er því aðgengileg íbúum á norðurlandi. Í versluninni í Kringlunni og á kunigund.is má finna allt okkar vöruúrval, en á Glerártorgi er úrvalið heldur minna en ávallt reynt að hafa allar vinsælustu vörurnar á hverjum tíma á Glerártorgi.
Vöruúrval hefur mikið breyst frá upphafi, frá svörtum pottum og íslenskum leir sem verslunin var þekktust fyrir þar til nú, að úrvali þekktustu framleiðanda Evrópu sem setja svip sinn á verslunina.
Meðal framleiðanda sem Kúnígúnd leggur áherslu á eru Georg Jensen, Royal Copenhagen, Kosta Boda, Holmegaard, WMF, LeCreuset, Wusthof, Rosendahl og Villeroy & Boch.
Frá upphafi hefur góð þjónusta, gott vöruúrval og fallegur frágangur til viðskiptavina verið aðalsmerki verslunarinnar. Við dreifum einnig vörum okkar til valdra verslana um land allt.
Sérstök fyrirtækjaþjónusta er einnig í boði, þar sem aðstoðað er að vinna gjafavörur fyrir fyrirtæki sem vilja gleðja starfsfólk sitt og viðskiptavini, allt innpakkað og tilbúið til afhendingar eftir óskum.

Kúnígúnd og Ibúðin
Kúnígúnd og Ibúðin leita að öflugum og jákvæðum fagurkerum sem hafa áhuga á að vinna með sígilda og fallega hönnun og veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu.
Starfið felst í aðstoð og þjónustu til viðskiptavina við val á gjafavörum og borðbúnaði og er því rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum mikilvæg.
Vinnutími er frá kl. 10-18:30 alla virka daga og er um framtíðarstarf að ræða á lifandi og skemmtilegum vinnustað.
Sölufulltrúar Kúnígúndar/Ibúðarinnar taka einnig vaktir í Byggt og búið skv. samkomulagi. Starfsfólk hefur því tækifæri til að kynnast ólíkum starfsstöðum og nýtur góðs af sérþekkingu samstarfsfélaga sinna..
Ath. ekki eru teknar til greina umsóknir frá umsækjendum yngri en 20 ára á árinu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sala og framúrskarandi þjónusta við viðskiptavini verslunarinnar.
- Áfyllingar, framstillingar og móttaka á vörum.
- Ráðgjöf til viðskiptavina um val á vörum ásamt afgreiðslu á kassa.
- Önnur almenn verslunarstörf.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af sölu- og verslunarstörfum.
- Framúrskarandi þjónustulund og áhugi á sölustörfum.
- Frumkvæði, áreiðanleiki og skipulögð vinnubrögð.
- Sveigjanleiki og geta til að vinna undir álagi.
- Heiðarleiki, stundvísi og metnaður.
- Góð samskiptahæfni, kurteisi og jákvæðni.
- Brennandi áhugi á heimilis- og eldhúsvörum.
- Aðeins 20 ára eða eldri koma til greina.
Auglýsing birt1. september 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Kringlan 4-12, 103 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
AfgreiðslaFrumkvæðiJákvæðniMetnaðurSölumennskaStundvísiÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Verslunarstjóri JYSK á Granda
JYSK

Hópstjóri - þjónustuver
Byko

Leitum að fólki í fullt starf
Barbara kaffibar

Olís Borgarnesi Vaktstjóri
Olís ehf.

Borgarnes - Bílstjóri/póstafgreiðsla
Pósturinn

Útkeyrsla & áfyllingar í verslanir - hlutastarf
Kavita ehf.

Icewear Þingvöllum óskar eftir starfsfólki
ICEWEAR

Söluráðgjafi Ford atvinnubíla
Ford á Íslandi | Brimborg

Sales Manager at ELVA Golf
Elva Golf

Vaktstjóri í fullt starf - Krónan Reykjanesbæ
Krónan

Verslunar & vefverslunarstjóri í stærsta apóteki Lyfjavals
Lyfjaval

Þjónusta í apóteki - Apótekarinn Hveragerði
Apótekarinn