Íslenska gámafélagið
Íslenska gámafélagið er framúrskarandi vinnustaður, þar sem metnaðarfullt starf er unnið af jákvæðu, samstilltu og ábyrgu fólki í anda jafnræðis. Íslenska Gámafélagið var fyrst íslenskra fyrirtækja til að hljóta jafnlaunavottun. Leitast er við að tryggja starfsmönnum sem best starfsskilyrði og möguleika til að vaxa og dafna í starfi. Gildin okkar eru gleði, áreiðanleiki og metnaður og við höfum þau að leiðarljósi í öllum okkar störfum. Íslenska gámafélagið hefur fengið viðurkenningu Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki frá árinu 2016.
Kerfisstjóri óskast
Íslenska Gámafélagið leitar að öflugum einstaklingi til að bætast við flott teymi starfsmanna sem sinna kerfisstjórn og þjónustu við notendur á Upplýsinga- og tæknisviði fyrirtækisins. Viðkomandi tekur jafnframt þátt í ýmsum verkefnum á sviði upplýsingatækni, umbóta og verkferla.
Viðkomandi þarf að hafa framúrskarandi þjónustu- og samskiptahæfileika og tæknilega kunnáttu til að leysa fjölbreytt og krefjandi verkefni.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þjónusta við bókhaldskerfi (Microsoft Dynamics Ax 2009)
- Notendaþjónusta
- Netöryggi og netmál
- Þátttaka við val á lausnum í takt við tækniþróun á hverjum tíma
- Uppsetning og uppfærslur tækja og hugbúnaðar
- Umsjón með aðgangs- og öryggiskerfum
- Afritun og endurheimt gagna
- Tengiliður við þjónustuaðila
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Kerfisstjóra diplómanám eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
- Góð þekking á Microsoft Dynamics Ax 2009 eða sambærilegu er skylda
- Góð þekking og reynsla af Microsoft lausnum, t.d. Active Directory, Azure, Intune, Exchange, Teams og Sharepoint.
- Áhugi á tæknilausnum, tölvum, hugbúnaði og tölvukerfum
- Samskiptafærni og þjónustulund
Auglýsing birt13. desember 2024
Umsóknarfrestur5. janúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Kalkslétta 1, 162 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Almenn tæknikunnáttaAzureJákvæðniMannleg samskiptiMicrosoft ExcelMicrosoft OutlookMicrosoft PowerPointMicrosoft WordPower BISamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagTölvuöryggiTölvuviðgerðirWindows
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)